Vakin er athygli þeirra sem bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum og á viðhaldi bygginga hér á landi að fjölda þeirra notar í dag stafræna tækni til að undirbúa og halda utan um slík verkefni og þeim fjölgar stöðugt. Þessi tækni sem er hugbúnaður hefur reyndar verið á markaðnum í áratugi en var endurhannaður sem netkerfi fyrir sex árum. Frá þeim tíma hefur verið í gangi þróun hugbúnaðarins, sem miðað hefur að því að nýta sem best þá fjölbreyttu möguleika sem netheimar bjóða upp á til að fullkomna hann.

Við teljum að þetta hafi tekist vel sem sjá megi m.a. á fjölda notanda nú og á því hverjir þeir eru. Notendurnir eru ríki og sveitarfélög, opinberar stofnanir, verkfræðistofur og arkitektar, aðrir framkvæmdaraðila, verktakar og aðrir sem koma að byggingarmálefnum á einhvern hátt. Einnig á því að kerfin eru notuð sem kennslutæki í þeim háskóla landsins sem sérhæfir sig í að mennta einstaklinga í byggingargreinum.

Fyrirrennari þessa hugbúnaðar var Byggingarlykill Hannarrs, en hann kemur enn út í bókarformi.

Netkerfin eru tvö, annars vegar BYGG-kerfið, sem heldur utan um undirbúning, áætlanagreð og samninga og utan um framkvæmdir á meðan á þeim stendur og annað sem tilheyrir framkvæmdum.
Hitt er Viðhaldskerfið sem tekur þá við og er notað til að gera með viðhaldsáætlanir til langtíma og skammtíma og útbúa gögn til undirbúnings viðhaldsframkvæmdum á hverjum tíma. Í Viðhaldskerfinu eru m.a listar til nota við ástandsskoðanir húsa að utan og innan, sem má færa með appi eða beint í netkerfinu.

Þessi tvö kerfi vinna saman, en má einnig nota annað án hins.

Vakin er hér sérstök athygli á framvinduskýrslum í BYGG-kerfinu, en þar er haldið utan um hvert verk fyrir sig á á þann hátt að verkkaupi fái á hverjum tíma upplýsingar um stöðu verksins og samanburð bæði við upphaflega kostnaðaráætlun og við samþykkta tímaáætlun (verkáætlun). Þetta er mjög gagnlegt fyrir verkkaupann þar sem hann getur þannig brugðist strax við og komið í veg fyrir að eitthvað fari á annan veg en samningar eða væntingar hans gerðu ráð fyrir.

Nánar má lesa um þessi netkerfi á heimasíðu Hannarrs www.hannarr.com og veitir Hannarr ehf þær upplýsingar um kerfin sem óskað er eftir. Einnig er boðið er upp á gjaldfría mánaðar prufuáskrift að kerfunum.