Virkjanir

Maintenance engineer

Eitt af því sem Hannarr ehf hefur unnið að er þjónusta við uppbyggingu minni vatnsaflsvirkjana. Þjónustan felst í:

  • Úttekt á aðstæðum
  • Arðsemisútreikningar á fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum – viðskiptaáætlun.
  • Samskipti við opinbera aðila
  • Leita að og semja um virkjunarbúnað
  • Hönnun virkjunar
  • Stjórnun framkvæmda og eftirlit
  • Aðstoð við gerð samninga um orkusölu

Á heimasíðu okkar er sérstakt reiknilíkan fyrir útreikninga á afli virkjunar og stærð aðfallsröra. Með því að slá inn upplýsingum í reiknilíkanið má fá ákveðnar hugmyndir um afl virkjunarinnar og stærð aðfallsröra.

Smellið hér fyrir enn frekari fróðleik um virkjanir.

Hafið samband vegna nánari upplýsinga á hannarr@hannarr.com

 Á döfinni:

 

15. Ágúst 2006
Tvær nýjar virkjanir á Snæfellsnesi

Í gangi eru athuganir á möguleikum á virkjun tveggja áa á Snæfellsnesi. Ekki liggur fyrir hver stærð virkjana þessara verður en líklega verða þær um 1 MW hvor um sig.

Þarna er á ferðinni dæmi um virkjanamöguleika, sem finna má víða um land, þar sem kostnaður við uppbyggingu á MW er sá sami og í stærri virkjunum.

 

9. júní 2006
Vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar
0
Undanfarna mánuði hefur Hannarr ehf unnið að verkfræðilegu mati á vatnsréttindum landeigenda við Jökulsá á Dal vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Um er að ræða mjög viðamikið mál þar sem mjög langt er á milli hugmynda landeigenda og Landsvirkjunar hf., sem er virkjunaraðilinn, um verðmæti þessara réttindar.

Ástæðan fyrir þessum mikla mun er m.a. að virkjanaumhverfi landsins, eins og reyndar einnig virkjanaumhverfi í nágrannalöndum okkar, er að breytast mikið m.a. með því frjálsræði sem orðið er á þessu sviði, sem hefur haft áhrif á orkuverð virkjana og verð sem greitt er fyrir vatnsréttindi.

Mörg önnur atriði hafa áhrif á verðmæti vatnsréttinda þessara, svo sem stærð virkjunarinnar, flutningur á vatni milli vatnsfalla, orkuverð annarra orkugjafa, aukinn vatnsbúskapur vegna hlýnunar o.fl.

Regula lögfræðistofa ehf. sér um mál þetta fyrir landeigendur við Jökulsá á Dal.

 

01. nóvember 2004
Stærsta virkjun í einkaeign
2

Að undanförnu hefur Hannarr aðstoðað einkafyrirtæki við að meta möguleika til virkjunar í Bárðardal.
Ýmsir möguleikar eru til að byggja virkjun á þeim stað sem um ræðir og gæti hún orðið allstór að íslenskum mælikvarða ef möguleikarnir væru fullnýttir, jafnvel yfir 40 MW.
Hér verður því um að ræða langstærstu virkjun í einkaeign ef af verður.
Kostur þessi er einnig áhugaverður út frá umhverfissjónarmiðum þar sem t.d. engir fossar eru á þessu svæði og ekki yrði gert sérstakt uppistöðulón fyrir virkjun þessa.

 

27. janúar 2003
Norðmenn minnka kröfur

Norðmenn hafa frá upphafi markaðsvæðingar raforkubúskapar þar í landi reynt að auðvelda hana. Má nefna t.d. styrki til þeirra sem liggja afsíðis í landinu, afslætti á flutningsgjaldi ofl.

Á síðasta ári juku þeir stærð virkjana sem ekki þarf að fá sérstakt leyfi fyrir úr 1 MW í 5 MW í þessum tilgangi. Hér á landi þarf ráðherraleyfi fyrir 1 MW virkjun og stærri samkvæmt frumvarpi til nýrra raforkulaga.

Þetta hefur komið fram í mikilli fjölgun smávirkjana í Noregi á þessum tíma, og þetta hugnast greinilega kaupendum raforkunnar því að þeir skipta um raforkuseljendur í stöðugt auknum mæli. Þannig skiptu 48% um raforkuseljanda á árinu 2002

 

30. október 2002
Virkjun í Húsafelli

4

Þetta er teikning af virkjuninni í Húsafelli, en öll leyfi liggja nú fyrir um byggingu virkjunarinnar. Forhönnun virkjunarhúss og inntaksmannvirkis liggur fyrir og mjög hagkvæmt tilboð í búnað í virkjunina.
Þau nýju raforkulög sem taka áttu gildi 1 júlí sl. hafa enn ekki verið samþykkt á þingi og hefur það tafið framkvæmd þessa, t.d. þurfti ráðherraleyfi fyrir framkvæmdinni sem ekki þarf við virkjun af þessari stærð eftir að lögin taka gildi.

 

9. október 2001
Virkjun í Húsafelli
5
Hannarr ehf gerði arðsemis- athuganir og viðskipta- áætlun fyrir nýja virkjun í Húsafelli. Ákveðið var síðan að Hannarr ehf. sæi um hönnun og eftirlit með byggingu um það bil 400 kW vatnsfallsvirkjunar í Húsafelli.

Í Húsafelli eru nú starfræktar tvær stöðvar samtals 160 kW að stærð. Með hinni nýju virkjun verður samanlagt afl allra stöðvanna því um 560 kW. Framkvæmdir eru þegar hafnar og er reiknað með að framkvæmdum ljúki árið 2003.

 

Maí 2002
Framleiðendur virkjana heimsóttir
6
Hópur áhugamanna um virkjanir er nýkominn úr kynningarferð til framleiðenda búnaðar í virkjanir. Á meðfylgjandi mynd er verið að skoða virkjun í Tékklandi. Þessi virkjun var með túrbínur af kaplangerð (semikaplan) sem hentar fyrir mikið vatn og litla fallhæð. Stærð virkjunar þessarar er 2×600 kW