Vaktafyrirkomulag

1Undanfarin ár hefur starfsfólk Hannarrs aðstoðað aðila við gerð vaktafyrirkomulags, bæði aðila sem sett hafa upp vaktatöflu óháð starfsfólki og eins þá sem tekið hafa mikið tillit til óska starfsfólks.

Þar sem vinna þarf að jafnaði lengri vinnutíma en dagvinnutíma er algengt og oftast skynsamlegt að láta vinna á vöktum.

Vaktavinna getur náð til alls sólarhringsins eða hluta hans, allra daga vikunnar eða sumra o.s.frv. Mismunandi vinnuálag getur verið eftir tíma sólarhrings og dögum og stundum þarf að kynbinda starfsfólk vegna eðli starfa og stundum þarf að taka tillit til kunnáttu og réttinda starfsfólks við gerð vaktatöflu.
Með tilskipunum Evrópusambandsins um frídaga, lágmarkshvíldatíma á dag og á viku og hámarksvinnutíma á viku o.fl. hafa aðilar vinnumarkaðarins gert með sér samkomulag um framkvæmd þessarar tilskipunar, sem leitt hefur til þess að víða hefur þurft að endurskoða fyrirkomulag vaktamála og aðlaga það þessum nýju reglum.

Vegna mismunandi forsendna á hverjum vinnustað er ekki um að ræða að hægt sé að byggja upp staðlað fyrirkomulag vakta, heldur hefur reynslan sýnt að hanna verður sérstaka vaktatöflu fyrir hvern aðila. Mikilvægt er þó að við þá vinnu sé haft í huga að vaktataflan verði það grunnfyrirkomulag sem menn vilja hafa til lengri tíma, þannig að ekki þurfi að grípa til breytinga á vaktatöflunni til að mæta skammtímafrávikum. Vaktafyrirkomulagið þarf að vera þannig uppbyggt að það leyfi frávik og tilfærslur innan hæfilegra marka.

Uppbygging vaktakerfa

Þegar vaktafyrirkomulag er ákveðið þarf að vera búið að marka stefnuna, þ.e. hver sá tími eigi að vera sem starfsemin er í gangi á degi hverjum, á viku o.s.frv., hversu mikið vinnuálagið eigi að vera u.þ.b., hvað meðalstarfsmaðurinn á að skila mörgum vinnutímum, hvort óskum einstaklinga skuli mætt og þá að hvaða marki o.s.frv.

Þegar þetta liggur fyrir er hafist handa um gerð vaktafyrirkomulagsins.

Vaktafyrirkomulagið á að sýna ma:

Forsendur, þar sem fram koma vaktir, tími vaktarinnar og fjöldi starfsfólks á hverri vakt.
Vaktatafla, ótímabundin eða til langs tíma.
Yfirlit vakta hvers starfsmanns, ótímabundið eða til langs tíma.
Afleysingalisti.

Einnig þarf að koma fram hvernig tekið skuli á frávikum og brotthvarfi starfsfólks og nýliðun.
Verk þetta þarf að vinna í góðri samvinnu við starfsfólk, stéttarfélag eða stéttarfélög þess og vera í samræmi við lög, samninga og tilskipanir þær sem þjóðin hefur gengist undir.

Hafðu samband viljir þú vita meira um reynslu okkar eða hvernig staðið er að vinnu þessari á hannarr@hannarr.com .



Dæmi um verkefni Hannarrs við vaktafyrirkomulag


V
1aktafyrirkomulag Kalkþörungarverksmiðju Bíldudals

Kalkþörungarverksmiðjan á Bíldudal er eitt af þeim fyrirtækjum sem nýtt hafa sér þjónustu Hannarrs við gerð vaktafyrirkomulags.
 

 

Vaktafyrirkomulag sundlaugar og íþróttahúss Seltjarnarness
2
Hannarr hefur sérhæft sig í gerð vaktataflna fyrir bæjarfélög en mörg þessara bæjarfélaga eru með starfsfólk sem vinnur á vöktum m.a. í íþróttahúsum og við sundlaugar staðanna.Seltjarnarnesbær er eitt af þeim bæjarfélögum sem nýtt hafa sér þjónustu Hannarrs á þessu sviði. Hannarr byggði þetta fyrirkomulag upp í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk við þessi störf og hefur síðan uppfært og endurskoðað kerfin þegar þess hefur verið óskað.

Ný vaktatafla fyrir Lágafellslaugina
3

Lágafellslaug er ný sundlaug í Mosfellsbæ. Hannarr skipulagði vaktakefri þeirrar laugar í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk, enda reynsla aðila af slíku samstarfi frá Íþróttamiðstöðinni Varmá.

Ný vaktatafla fyrir Íþróttahús Vestmannaeyja
4

Vestmanneyjarbær er eitt af þeim bæjarfélagum sem nýtt hafa þessa þjónustu Hannarrs. Þar var byggt upp vaktakerfi fyrir sundlaug og íþróttahús í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk og með aðkomu stéttarfélagsins á staðnum. Hannarr hefur síðan uppfært og endurskoðað kerfin þegar þess hefur verið óskað eins og víðar.

Ný vaktatafla fyrir Íþróttahús Garðabæjar
5

Hannarr vann skipulag á vaktakerfum fyrir sundlaug og íþróttahús Garðabæjar í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk og var þar lögð töluverð vinna í að taka tillit til sérþarfa einstakra starfsmanna.
Með því er tekið ríkt tillit til þeirra einstaklinga sem vinna á staðnum þegar vaktafyrirkomulagið er ákveðið, en við mannabreytingar getur þá þurft að endurskoða fyrirkomulagið.

Ný vaktatafla fyrir Íþróttamiðstöðina að Varmá

Hannarr vann skipulag á vaktakerfum fyrir sundlaug og 6íþróttahús að Varmá í Morfellsbæ í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Fyrirkomulagið var unnið óháð þeim einstaklingum sem unnu verkin, nema þar sem þurfti að taka tillit til kyns eða sérstakrar kunnáttu við starfið.
Með því að vinna vaktafyrirkomulagið á þann hátt þarf síður að endurskoða fyrirkomulagið við mannabreytingar

Dæmi um verkefni Hannarrs
Kalkþörungarverksmiðjan á Bíldudal
Íþróttamiðstöðin Varmá
Íþróttamiðstöðin Lágafelli
Íþróttamiðstöð Garðabæjar
Íþróttamiðstöð Seltjarnarness
Íþróttamiðstöð Vestmanneyja
Suðurbæjarlaugin í Hafnarfirði

1Undanfarin ár hefur starfsfólk Hannarrs aðstoðað aðila við gerð vaktafyrirkomulags, bæði aðila sem sett hafa upp vaktatöflu óháð starfsfólki og eins þá sem tekið hafa mikið tillit til óska starfsfólks.

Þar sem vinna þarf að jafnaði lengri vinnutíma en dagvinnutíma er algengt og oftast skynsamlegt að láta vinna á vöktum.

Vaktavinna getur náð til alls sólarhringsins eða hluta hans, allra daga vikunnar eða sumra o.s.frv. Mismunandi vinnuálag getur verið eftir tíma sólarhrings og dögum og stundum þarf að kynbinda starfsfólk vegna eðli starfa og stundum þarf að taka tillit til kunnáttu og réttinda starfsfólks við gerð vaktatöflu.
Með tilskipunum Evrópusambandsins um frídaga, lágmarkshvíldatíma á dag og á viku og hámarksvinnutíma á viku o.fl. hafa aðilar vinnumarkaðarins gert með sér samkomulag um framkvæmd þessarar tilskipunar, sem leitt hefur til þess að víða hefur þurft að endurskoða fyrirkomulag vaktamála og aðlaga það þessum nýju reglum.

Vegna mismunandi forsendna á hverjum vinnustað er ekki um að ræða að hægt sé að byggja upp staðlað fyrirkomulag vakta, heldur hefur reynslan sýnt að hanna verður sérstaka vaktatöflu fyrir hvern aðila. Mikilvægt er þó að við þá vinnu sé haft í huga að vaktataflan verði það grunnfyrirkomulag sem menn vilja hafa til lengri tíma, þannig að ekki þurfi að grípa til breytinga á vaktatöflunni til að mæta skammtímafrávikum. Vaktafyrirkomulagið þarf að vera þannig uppbyggt að það leyfi frávik og tilfærslur innan hæfilegra marka.

Uppbygging vaktakerfa

Þegar vaktafyrirkomulag er ákveðið þarf að vera búið að marka stefnuna, þ.e. hver sá tími eigi að vera sem starfsemin er í gangi á degi hverjum, á viku o.s.frv., hversu mikið vinnuálagið eigi að vera u.þ.b., hvað meðalstarfsmaðurinn á að skila mörgum vinnutímum, hvort óskum einstaklinga skuli mætt og þá að hvaða marki o.s.frv.

Þegar þetta liggur fyrir er hafist handa um gerð vaktafyrirkomulagsins.

Vaktafyrirkomulagið á að sýna ma:

Forsendur, þar sem fram koma vaktir, tími vaktarinnar og fjöldi starfsfólks á hverri vakt.
Vaktatafla, ótímabundin eða til langs tíma.
Yfirlit vakta hvers starfsmanns, ótímabundið eða til langs tíma.
Afleysingalisti.

Einnig þarf að koma fram hvernig tekið skuli á frávikum og brotthvarfi starfsfólks og nýliðun.
Verk þetta þarf að vinna í góðri samvinnu við starfsfólk, stéttarfélag eða stéttarfélög þess og vera í samræmi við lög, samninga og tilskipanir þær sem þjóðin hefur gengist undir.

Hafðu samband viljir þú vita meira um reynslu okkar eða hvernig staðið er að vinnu þessari á hannarr@hannarr.com .



Dæmi um verkefni Hannarrs við vaktafyrirkomulag


V
1aktafyrirkomulag Kalkþörungarverksmiðju Bíldudals

Kalkþörungarverksmiðjan á Bíldudal er eitt af þeim fyrirtækjum sem nýtt hafa sér þjónustu Hannarrs við gerð vaktafyrirkomulags.
 

 

Vaktafyrirkomulag sundlaugar og íþróttahúss Seltjarnarness
2
Hannarr hefur sérhæft sig í gerð vaktataflna fyrir bæjarfélög en mörg þessara bæjarfélaga eru með starfsfólk sem vinnur á vöktum m.a. í íþróttahúsum og við sundlaugar staðanna.Seltjarnarnesbær er eitt af þeim bæjarfélögum sem nýtt hafa sér þjónustu Hannarrs á þessu sviði. Hannarr byggði þetta fyrirkomulag upp í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk við þessi störf og hefur síðan uppfært og endurskoðað kerfin þegar þess hefur verið óskað.

Ný vaktatafla fyrir Lágafellslaugina
3

Lágafellslaug er ný sundlaug í Mosfellsbæ. Hannarr skipulagði vaktakefri þeirrar laugar í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk, enda reynsla aðila af slíku samstarfi frá Íþróttamiðstöðinni Varmá.

Ný vaktatafla fyrir Íþróttahús Vestmannaeyja
4

Vestmanneyjarbær er eitt af þeim bæjarfélagum sem nýtt hafa þessa þjónustu Hannarrs. Þar var byggt upp vaktakerfi fyrir sundlaug og íþróttahús í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk og með aðkomu stéttarfélagsins á staðnum. Hannarr hefur síðan uppfært og endurskoðað kerfin þegar þess hefur verið óskað eins og víðar.

Ný vaktatafla fyrir Íþróttahús Garðabæjar
5

Hannarr vann skipulag á vaktakerfum fyrir sundlaug og íþróttahús Garðabæjar í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk og var þar lögð töluverð vinna í að taka tillit til sérþarfa einstakra starfsmanna.
Með því er tekið ríkt tillit til þeirra einstaklinga sem vinna á staðnum þegar vaktafyrirkomulagið er ákveðið, en við mannabreytingar getur þá þurft að endurskoða fyrirkomulagið.

Ný vaktatafla fyrir Íþróttamiðstöðina að Varmá

Hannarr vann skipulag á vaktakerfum fyrir sundlaug og 6íþróttahús að Varmá í Morfellsbæ í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Fyrirkomulagið var unnið óháð þeim einstaklingum sem unnu verkin, nema þar sem þurfti að taka tillit til kyns eða sérstakrar kunnáttu við starfið.
Með því að vinna vaktafyrirkomulagið á þann hátt þarf síður að endurskoða fyrirkomulagið við mannabreytingar

Dæmi um verkefni Hannarrs
Kalkþörungarverksmiðjan á Bíldudal
Íþróttamiðstöðin Varmá
Íþróttamiðstöðin Lágafelli
Íþróttamiðstöð Garðabæjar
Íþróttamiðstöð Seltjarnarness
Íþróttamiðstöð Vestmanneyja
Suðurbæjarlaugin í Hafnarfirði