Betri rekstur

AUKIN ÞEKKING OG MINNI ÁHÆTTA Í REKSTRI MEÐ AÐGENGI AÐ UPPLÝSINGUM SEM ERU Í STÖÐUGRI ENDURSKOÐUN ÚT FRÁ MARKAÐSVERÐUM OG KOSTNAÐI.

logo


Dæmið sem hér er tekið er þjónusta við byggingariðnaðinn í landinu, en Hannarr er stærsti útgefandi fjárhagslegra upplýsinga þeirrar iðngreinar og hefur verið það til fjölda ára. Þessi þjónusta beinist einnig að því að veita þessum sömu aðilum aðgang að stöðluðum verklýsingum, stöðluðum áætlunum, eyðublöðum og öðru sem að gagni getur komið fyrir aðila í greininni, einnig tölvukerfum til nota við útreikninga og ráðgjöf á sviði byggingamála. Fyrirtækið Hannarr ehf. er aðili að Félagi ráðgjafarverkfræðinga og vinnur samkvæmt gæðakröfum þeirra samtaka.


Þessi þjónusta Hannarrs ehf. teygir sig meira en 35 ár aftur í tímann, er í fullum gangi nú og hefur verið í stöðugum vexti allan tímann.


Markmiðið með þessari starfsemi er að auka þekkingu í greininni svo sem á kostnaðarþáttum greinarinnar, að auka aðgegni að upplýsingum um verðlag á markaði á hverjum tíma og að gera viðskiptavini Hannarrs í iðngreininni almennt hæfari til að reka sína starfsemi á hagkvæman hátt. Að gera annars vegar stjórnendur verktakafyrirtækja í greininni hæfari til ákvarðanatöku og auðvelda þeim að komast hjá skakkaföllum í sínum rekstri vegna skorts á þekkingu eða skorts á upplýsingum og hins vegar að auðvelda framkvæmdaaðilum að taka ákvarðanir út frá réttum forsendum.


Þetta verkefni er alfarið unnið á vegum Hannarrs ehf. og hefur á engum stigum verið stutt fjárhagslega við það af því opinbera, félögum eða sjóðum. Viðskiptavinir hafa greitt fyrir þjónustuna og hefur verkefnið verið unnið með þeirra þarfir í huga og í góðri sátt við þá, þeirra samtök og aðila sem málið varðar.

retturlykill
Aukin þekking, minni áhætta:

Skoða hvaða aðferðir væru líklegastar til að bæta rekstur fyrirtækja í byggingariðnaði, draga úr rekstrarlegri áhættu þeirra sem birtist t.d. í tapi á verkum og gjaldþrotum í greininni.

Aukin þekking, bættur rekstur:

Skoða hvaða leiðir væru líklegastar til að auka þekkingu innan greinarinnar, hvaða upplýsingar
aðilarnir þyrftu til að bæta rekstur sinna fyrirtækja, hvaða kerfi væri hentugast í þessum tilgangi t.d. við að verðleggja vöru og þjónustu greinarinnar og fylgjast með útkomu hverrs verkefnis og rekstursins í heild.

Öflun upplýsinga, uppbygging á upplýsingabanka:

Skoða hvaða upplýsingar þurfa að vera aðgengilegar fyrir einstaklinga og fyrirtæki í iðngreininni og þá sem eiga viðskipti við þessa aðila og hvernig best væri að byggja upp upplýsingabanka fyrir greinina og aðgegni að slíkum upplýsingabanka .

Hönnun upplýsingakerfis:

Skoða hvernig best væri að standa að hönnun á kerfi til að halda utanum framangreindar upplýsingar sem þurfa að vera aðgengilegar fyrir viðkomandi aðila og hvernig mismunandi kerfi ætti að hanna, þannig að öllum hentaði sem á þurfa að halda.

Viðhald á árangri:

Skoða hvernig best verði staðið að því að viðhalda þeim árangri sem framangreindar aðgerðir eiga að hafa í för með sér. Uppfylla þarf þær kröfur að upplýsingarnar séu það ítarlegar að þær dugi til að viðhalda þessum árangri og að upplýsingarnar séu réttar á hverjum tíma og gagnist öllum viðkomandi, einnig þeim sem sjaldan þurfa á upplýsingunum þessum að halda.

 

HVERNIG VERKIÐ ER UNNIÐ?

Það kom strax í ljós gríðarlega mikill áhugi á byggingarverðskránni, en útgáfa hennar var fyrsta skrefið í þessu verkefni og var fyrirrennari Byggingarlykils Hannarrs og síðar BYGG-kerfinu. Segja má að þetta rit sé hrygglengjan í Byggingarþjónustu Hannarrs á þessu tímabili, því að mikið af henni tengist Byggingarlyklinum og kemur fram í honum í einhverju formi.
Fyrir utan verðbankann er í Byggingarlyklinum sýnishorn af stöðluðum áætlunum, þjónustuskrá, yfirlit yfir útboð í gangi, yfirlit yfir vísitölur og eyðublöð af ýmsu tagi sem gerð eru fyrir iðngreinina o.fl.


Byggingarlykillinn hefur alla tíð verið gefinn út í bókarformi og ekki er séð að á því verði breyting í fyrirsjáanlegri framtíð. Að auki eru upplýsingarnar í bókinni einnig til á tölvutæku formi og hafa verið hönnuð fullkomin tölvukerfi til að nota við þá vinnslu.  Nýjasta þeirra er BYGG-kerfið sem er á netinu.
  Þetta kerfi er í stöðugri þróun og er nýjasta viðbótin við það fullkomið viðhaldskerfi fasteigna.


Strax og farið var að nota internetið var sett þar upp síða fyrir þessar upplýsingar og aðrar sem snerti greinina. Þar er nú að finna ýmislegt úr Byggingarlyklinum og aðrar upplýsingar sem snerta byggingarmálefni, svo sem um útboð sem eru í gangi á hverjum tíma í landinu og upplýsingar um útkoma úr tilboðum.
Þar er einnig að finna upplýsingar um þjónustu Hannarrs á sviði hönnunar, sem er hluti af þeirri starfsemi sem fellur undir þjónustu fyrirtækisins.

 Fyrir utan það að halda utan um þessa þjónustu og halda upplýsingum réttum á hverjum tíma, þá aðstoðar Hannarr verktaka við að gera tilboð, húsbyggjendur við að gera kostnaðaráætlanir, bjóða út verk, ganga frá verksamningum, stjórnar verkum og hafa eftirlit með framkvæmdum.  

 

HVER ER ÁVINNINGURINN?

Eins og sjá mátti í greinum í fjölmiðlum frá þessum tíma var í upphafi þessa verkefnis iðulega teknar ákvarðanir um fjárfestingar, af framkvæmdaraðilum, á röngum forsendum. Þetta birtist í því að áætlanir voru iðulega fjarri þeim kostnaði sem fylgdi þeim framvæmdum sem áætlanirnar  náðu til og sem varð miklu meiri.  Þó að enn megi finna dæmi um slíkt, hefur orðið mikil breyting á þessu til batnaðar.


Verktakar buðu þá einnig oft óraunhæfar upphæðir í verk, upphæðir sem þeir gátu síðan ekki  staðið við og fóru annaðhvort í gjaldþrot eða fengu viðbótargreiðslur til að geta klárað verkin.  Þetta hefur einnig breyst mikið til batnaðar, þó að enn finnist aðilar sem gera of lág tilboð í verk.


Erfitt er að mæla ávinning af þessum breytingum, í krónum og aurum og er helst að lesa ávinninginn út úr því, að frá árinu 1997 til 2008 2,5 faldaðist sá fjöldi sem keypti Byggingarlykil Hannarrs. Þeim fækkaði reyndar nokkuð árið 2009 af ástæðum sem allir þekkja, en hefur nú aftur fjölgað.
  Að auki er fjöldi áskrifenda BYGG-kerfisins orðinn svipaður og Byggingarlykilsins og má því segja að notendum hafi í raun fjölgað sem næst um helming.

Hér eru notendur beggja vegna borðsins að greiða atkvæði sitt með því að beina viðskiptum sínum til Hannarrs og lesum við hjá Hannarr ávinninginn af verkefninu m.a. út frá þessum viðskiptum.