Auðveldari vinna

AUÐVELDARI VINNA, MEÐ UPPBYGGINGU Á STÖÐLUM, VERKLÝSINGUM OG EYÐUBLÖÐUM OG MEÐ HÖNNUN Á TÖLVUKERFUM.

logo2


Í þeim dæmum sem hér eru nefnd á undan sem langtímaverkefni Hannarrs, hafa í öllum tilvikum verið unnir staðlar fyrir þá þætti verkefnanna þar sem það var talið hagkvæmt, eins og fram kemur í lýsingu á hverju verkefni fyrir sig. Markmiðið hefur annarrsvegar vegar verið að auka þekkingu þeirra sem þátt hafa tekið í verkefnunum og að auka öryggi þeirra við sínar ákvaðranir og hins vegar að auðvelda þeim sín störf.

Staðlar þessir, verklýsingar, tölvukerfi og eyðublöð eru ýmist í eigu þess sem unnið var fyrir eða Hannarrs og er hönnun, uppfærsla og þróun á vegum eiganda eða Hannarrs.

 

Staðlar:

Útfæra staðla, sem hluta af heildarverkefninu, í þeim tilgangi að vera leiðbeinandi fyrir hæfilegan verktíma eða verð. Markmiðið með þessu sé að gera starfsemina hagkvæmari, samkeppnishæfari og auka öryggið í rekstrinum.

 

Verklýsingar:

Útfæra verklýsingar yfir það hvernig staðið skuli að verkum, bæði almennt og að þeim verkum sem staðlarnir ná yfir. Þetta er grundvöllur þess að staðlarnir séu réttir, hvort heldur um er að ræða tíma eða upphæðir.

 

Eyðublöð:

Útfæra eyðublöð til að auðvelda framkvæmd þeirra verka sem verkefnið nær til í hverju tilviki. Markmiðið með því er að auðvelda framkvæmdina, auka öryggið og jafnvel til að vera fyrirmynd að öðrum hliðstæðum eyðublöðum.

 

Tölvukerfi:

Skoða hvar notkun tölvutækninnar sé hagkvæm við lausn á þeim langtímaverkefnum sem Hannarr vinnur að á hverjum tíma. Meta hvernig best sé staðið að hönnun og rekstri þessara tölvukerfa.


H
VERNIG HAFA VERKIN VERIÐ UNNIN?

Staðlar hafa komið við sögu í öllum þeim langtímaverkefnum Hannarrs sem hér er fjallað um. Staðlarnir hafa ýmist verið tímastaðlar eða verðstaðlar.

Tímastaðlar hafa verið byggðir upp eftir að vinnan hefur verið endurskipulögð með réttum tækjum og vélum og hæfilegri mönnun í hverju tilviki. Vinnurannsóknir hafa verið gerðar með hliðsjón af alþjóðakröfum og aðstæðum hjá viðkomandi starfsemi og í samræmi við gildandi samninga. Nýjir og breyttir tímastaðlar hafa síðan orðið til eftir því semnýjungar eða breytingar hafa kallað á slíkt.
Tímastaðlarnir notast við stjórnun á verkum, áætlanagerð og útreikninga á afköstum og á viðhaldi á afköstum. Einnig við ákvaðanir á verðum, þar sem tími er einn þátturinn í verðinu.

Verðstaðlar hafa verið byggðir upp og viðhaldið með upplýsingum af markaði, en þar hefur verið um að ræða vöktun á markaði gegnum þáttöku í áætlunum, tilboðum o.fl.  Verðstaðlar eru notaðir við stjórnun á verkum, áætlanagerð, tilboðum og við samninga. Þessir staðlar hafa t.d. reynst mjög gagnlegir í byggingarstarfseminni.

Ljóst þarf að vera á hverju staðlarnir byggjast og er þá sama hvort rætt er um tíma- eða verðstaðla. Þar af leiðandi hafa verið gerðar veklýsingar fyrir hvern og einn staðal eða staðalflokk. Einnig þarf að liggja fyrir lýsing á því hvernig staðið er almennt að verki, af sömu ástæðu. Þetta hefur Hannarr því gert í öllum tilvikum þar sem fyrirtækið hefur byggt upp staðla.

Eyðublöð hafa verið útfærð þar sem það hefur verið talið þjóna tilgangi, bæði í sambandi við staðlana og útreikninga þeim tengdum en einnig við útfærslu á öðrum þáttum í viðkomandi starfsemi.

Tölvukerfi hafa stöðugt tekið yfir stærri hluta af allri vinnu almennt talað og á það í ríkum mæli við í langtímaverkefnum Hannarrs.

Hannarr hefur hannað tölvukerfi, látið hanna tölvukerfi og/eða tekið þátt í uppbyggingu tölvukerfa fyrir ákvæðiskerfi, fyrir áætlanagerð, fyrir tilboðsgerð, fyrir útboð svo eitthvað sé nefnt og eru kerfin ýmist notuð á miðlægum tölvuþjónum, PC-tölvum eða á netinu.
Tölvukerfi þessi eru sérhönnuð fyrir þau verkefni sem þau eiga að sinna og eru í stöðugri þróun. Eigendur kerfanna eru ýmist fyrirtækin sem unnið hefur verið fyrir, hönnuðir kerfanna eða Hannarr ehf. Flest þessara kerfa hafa verið í notkun lengi og hafa því þróast með breyttum kröfum, breyttri tækni og öðrum breytingum. Sum þeirra hafa verið endurhönnuð frá grunni frá því að þau voru fyrst hönnuð, af framangreindum ástæðum.

 


H
VER ER ÁVINNINGURINN?

Ávinningurinn kemur hér fram í auðveldari vinnu og meira öryggi í útreikningum og réttari útkomu.

Auðveldari vinna kemur t.d. fram í því að notandi kallar fram staðlað verk og lætur tölvuna áætla fyrir sig tíma og kostnað ef um er að ræða. Þetta gerist á svipstundu og veit notandinn að tíminn miðast við meðaltalsverk af því tagi sem reiknað er í hverju tilviki og verðin eru þau sem algengust eru á þeim sama tíma. Notandinn er með í höndunum meðaltalsútkomu á verki af því tagi sem um ræðir, þar sem allir liðir koma fram og eru sundurliðaðir. Hann fer síðan yfir útreikningana og gerir þær breytingar sem hann telur rétt að gera á magni (og verðum) og að því gerðu liggur rétt niðurstaða fyrir.

Hin leiðin er að vinna útreikninginn handvirkt, afla nýjustu upplýsinga (svo sem verða) og reyna að passa að gleyma engu.

Þar sem verkefnið er unnið fyrir einn aðila ber hann allan kostnaðinn af verkinu.

Þar sem verkið er unnið fyrir marga þá skiptist kostnaður af uppbyggingu og viðhaldi á stöðlum, á milli þátttakendanna og eins af verklýsingum, eyðublöðum og tölvukerfum.

Þar sem Hannarr er eigandi þessara gagna er tekið gjald fyrir aðgang að þeim.  Þannig skiptist kostnaðinum á milli notenda, sem annars væri margfaldur fyrir hvern og einn notanda.