Áskrift – BYGG-appið

 

Lýsing á BYGG-appinu og notkun þess

 

BYGG-appið er hjálpartæki við ástandsskoðun á húsum að utan og innan og til að áætla kostnað við að laga það sem laga þarf og prenta út ástandsskoðanir, viðhaldsáætlanir og gögn til að nota við ákvarðanir og samninga um framkvæmdina.

Öllu sem lýst er hér á eftir er unnið í símanum, þ.e. í BYGG-appinu og er aðgangur að appinu og greiðsla fyrir ákveðinn notkunartíma þess afgreiddur við pöntun.  Val er um einn, tvo eða þrjá mánuði og lokast sjálfkrafa á aðganginn að tímanum liðnum.  Fjórði möguleikinn er að fá aðgang að Viðhaldskerfinu með öllu því sem það býður upp á og er þá greitt fyrir heilt ár við pöntun og í lok þess tíma fær notandinn reikning fyrir næsta ár o.s.frv.  Lesa má nánar um Viðhaldskerfið á heimasíðu Hannarrs www.hannarr.com undir Tölvukerfi.

 

Það sem appið gerir:

 • Appið leggur til þá verkþætti sem er líklegt að þú munir velja til viðhalds.
 • Appið sýnir þér nánar hvaða verkþættir eru í hverjum viðhaldsþætti.
 • Appið veitir þér aðgang að byggingarverðskrá BYGG-kerfisins til kostnaðaráætlana.
 • Appið býður þér upp á að breyta texta og verðum verkþátta og bæta við nýjum verkþáttum eftir þínu höfði.
 • Appið lætur verklýsingar fylgja öllum völdum verkþáttum úr BYGG-kerfinu.
 • Appið prentar ástandsskoðunina þína með athugasemdum og myndum.
 • Appið reiknar og prentar út kostnaðaráætlun þína.
 • Appið bætir við umsjónar- óvissu- og eftirlitsþáttum.
 • Appið prentar út heildar viðhaldsáætlun.
 • Appið prentar út verktakahluta áætlunarinnar.
 • Appið prentar fyrir þig verklýsingu hvers verkþáttar.
 • Appið prentar út útboðsform verksins (magntöluskrá).

 

Það sem þú gerir

 • Gefur áætluninni nafn.
 • Ferð yfir viðhaldsþættina og hakar við afgreiðslu þeirra (Yfirfarið, með eða án athugasemda).
 • Gerir athugasemd við viðhaldsþættina sem þurfa viðhalds við.
 • Tekur myndir með appinu af þeim viðhaldsþáttum.
 • Færir inn magn þeirra verkþátta.
 • Bætir við verkþáttum eftir þörfum úr byggingarverðskrá eða nýjum sem þú ákveður sjálf/ur, með magni og myndum .

 

Hér getur þú valið áskriftarleið fyrir BYGG-appið. Þegar þú hefur valið hleður þú niður appinu

Þegar þú hefur náð í appið skráirðu þig inn með þeirri áskrift sem þú velur hér fyrir neðan

Skráning notanda


Áskriftarmöguleikar

1 Mánuður 28.000 kr + vsk.

2 Mánuður42.000 kr + vsk

3 Mánuður 49.000 kr + vsk

Prufu Mánuður 0 kr

Greiðsla