Viðskiptaáætlanir

myndirViðskiptaáætlanir eru mótun og framsetning viðskiptahugmynda, greining markaða og samkeppni, gerð markaðs-, rekstrar- og fjárhagsáætlana, skilgreining á áhættu og ávinningi og fleira.
Viðskiptaáætlunin er gerð í þeim tilgangi að sjá fyrir hvort hugmynd er líkleg til að ganga upp í framkvæmd og sjá fyrir, skipuleggja og samræma þau verk sem vinna þarf til þess. Hún er einnig gagn til að leggja fyrir þá sem fjárfesta í hugmyndinni svo að þeir geti metið ágæti hennar og möguleika á markaði.

 

Viðskiptaáætlun inniheldur m.a: myndmjo
• Yfirlit yfir viðskiptahugmyndina
• Markaðsgreiningu
• Áætlun yfir markaðssetninguna
• Skipulag og kröfur til starfsfólks
• Rekstrar- og fjárhagsáætlun
• Hvernig staðið skuli að fjármögnun
• Næmigreiningu og áhættumat
• Framkvæmdaáætlun

Viðskiptaáætlunin þjónar einnig þeim tilgangi að vera listi yfir þá þætti sem þarf að muna eftir þegar hugmyndinni er hrint í framkvæmd, hvenær hvert atriði þarf að framkvæma og við hverja þarf að eiga samskipti, vegna hvers þáttar.


Dæmi um verkefni á sviði viðskiptaáætlana


Frystihús:
Viðskiptaáætlun fyrir byggingu og rekstur húss fyrir fiskvinnslu og skylda starfsemi.

Lánafyrirtæki:
Viðskiptaáætlun fyrir einstaklingslánafyrirtæki.

Svelgur:
Viðskiptaáætlun fyrir virkjun og rekstur virkjunar í Svelgsá.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins:
Viðskiptaáætlun fyrir orkufyrirtæki
Framleiðsla og markaðssetning á raforku frá vatnsaflsvirkjunum.
Áætlun þessi var valin sem ein af 15 bestu viðskiptaáætlanirnar sem bárust sjóðnum árið sem hún var gerð.

Húsafell:
Viðskiptaáætlun fyrir virkjun og rekstur orkufyrirtækis í Húsafelli.

Hraunbær 107 ehf:

Viðskiptaáætlun og verkáætlun fyrir byggingu og rekstur leiguíbúða.
Hannarr hefur nú lokið við gerð viðskiptaáætlunar og verkáætlunar fyrir byggingu og rekstur leiguíbúða fyrir leigufyrirtæki í Reykjavík.
Áætlanir þessar voru unnar í nánu samstarfi við fyrirtækið og tóku mið af getu þess og markmiðum.   Hannarr var síðan verkfræðilegur ráðgjafi við byggingarnar.

Með þessu móti eru gerðar raunhæfar áætlanir og teknar réttar ákvarðanir um uppbygginguna og reksturinn.