Útboðsgerð

Hannarr hefur tekið að sér að bjóða út fjölmörg verk á sviði bygginga í gegnum árin og öll hafa þau verið unnin í samræmi við markmið verkkaupa, ætíð verið þeim hagkvæm og verið kláruð af þeim verktaka sem við hefur verið samið.

Verkefnin hafa verið á vegum opinbera aðila, félaga, fyirtækja og einstaklinga. Verkefnin hafa verið stór og smá og af ýmsum toga, nýbyggingar, breytingar og viðhaldsverkefni ofl. Iðulega er þessum útboðum fylgt eftir með aðstoð Hannarrs við framkvæmdirnar, t.d. með eftirliti Hannarrs með verkinu sem boðið var út og hefur fyrirtækið tekið að sér að leggja til Byggingastjóra verka.

Markmið með útboðum verka er að finna aðila til að vinna verkið sem um ræðir, sem er tilbúinn að vinna það á hagkvæmasta hátt fyrir þann sem þarf að láta vinna verkið, á þeim tíma sem ákveðinn er og í samræmi við þau gæði sem krafist er.

Hvernig hafa tilboð í þessi verk komið út í samanburði við áætlanirnar?
Oftast hafa lægstu tilboðin í verk þau sem Hannarr hefur boðið út, á almennum markaði, verið á bilinu 70-90 % af kostnaðaráætlun. Samið hefur verið við einhvern af bjóðendunum, sem boðið hafa hagstæðar upphæðir fyrir verkkaupann. Þetta hefur ekki ætíð verið sá sem bauð lægst, þar er horft til getu verktaka og gæða auk verðs.

Að bjóða út framkvæmdir er skynsamlegt fyrir framkvæmdaaðila þar sem hann getur betur ráðið því hvernig verkið er unnið, hvað það muni kosta. Einnig er það skynsamlegt fyrir verktakann sem þá sleppur við að standa í því eftirá að skýra út liði á reikningum sínum og jafnvel standa í deilum við kaupanda um kostnað verksins.

 

 



Útkoma úr Útboðum

2013-2014
Þórufell 2-202
Verið er að vinna við viðhald og endurbætur utanhúss á húsinu Þórufell 2-20. Gert er við múr, svalahandrið klædd og hækkuð, skipt um hluta af gluggum og gert við aðra, reyklosunarbúnaður settur í stigaganga og húsið allt málað. Hús þetta stendur efst í Breiðholtinu með útsýni yfir Seljahverfið, Kópavoginn og Garðabæinn og lengra þegar bjart er yfir. Verk þetta var boðið út í apríl 2013 og var samið við lægstbjóðanda.

2009
Reykás 33-373
Endurndurbætur og viðhald utanhúss var unnið á húsinu að Reykási 33 – 37 á árinu 2009. Endurnýjuð þakklæðning og hlutar af gluggum, gert við aðra glugga, loftræst þak og stigagang ofl. Hús þetta stendur mjög áveðurs, en er jafnframt á fallegum útsýnisstað með útsýni yfir Rauðavatn. Verk þetta var boðið út í maí og var um 40% munur á hæsta og lægsta tilboði. Samið var við þann sem bauð næstlægst í verkið.

2004 – 2008
Glæsilegt hús
H1annarr ehf stjórnaði innréttingu þessa húss fyrir eina af öflugustu fjármálastofnun landsins á þeim tíma. Miklar kröfur voru gerðar til alls frágangs þannig að hann þjónaði sem best þeirri starfsemi sem þar átti að vera. Verkinu var skipt í áfanga enda um 6000 m² hús að ræða. húsið var tekið í gagnið í áföngum og var hver áfangi boðinn út sem sérstakt verk. Gætt var þess að samræmi væri í innréttingu hússins alls. Í húsi þessu eru nú starfandi fjármálastofnanir, lífeyrissjóður, tryggingafélag og lögfræðistofa svo eitthvað sé nefnt.

2008
Viðhald Árkvaörn 2a – 2 b4
Hús þetta var tekið í gegn utanhúss, gert við og málað. Hús þetta er einangrað að utan og klætt múrklæðningu. Gert var við múr og glugga ofl. skipt um rennur ofl. og húsið málað, Verk þetta var boðið út og var um 40% munur á hæsta og lægsta tilboði. Samið var við þann sem bauð lægst.

2005 – 2007
Viðhald og endurbætur á Ármúla 28-305
Skipt var um glugga efri hæðar þessa húss, þak lagað, settar nýjar rennur og niðurföll og lagður á þakið nýr pappi, gert við það og það málað að utan. Verk þetta var boðið út í þremur áföngum og samið var við þá sem buðu lægst í áfangana.

Mikil breyting varð á húsi þessu við þessar lagfæringar, enda upphaflega byggt sem einfalt iðnaðarhúsnæði en er nú notað af fyrirtæki á fjármálasviðinu og því breyttar kröfur. Sérstök ánægja var með verktakann sem vann að gluggaskiptum og múrviðgerðum og málningu hússins.

2005 – 2006
Viðgerðir og málun á Framnesvegi 61-636
Gert var við múr, steyptar upp svalir og húsið málað að utan ofl. Verk þetta var boðið út í og samið var við þann sem bauð lægst.

Mikil ánægja var með verktakann sem valinn var til verksins.

 

2001 – 2002
Gluggaskipti, viðgerðir og málun á Rekagranda 1-37
Skipt var um þakglugga, gert var við múr, gert við svalir og húsið málað að utan ofl. Verk þetta var boðið út í og samið var við þann sem bauð lægst.

Ánægja var með verktakann sem valinn var til verksins.

 


Dæmi um útboðsverk Hannarrs

Árkvörn 2a – 2b, viðhald utanhúss
Ármúli 28-30, viðhald utanhúss
Borgartún 25, innrétting atvinnuhúsnæðis
Framnesvegur 61-63, viðhald utanhúss
Hlíðarhjalli 10-14, útboð
Hraunbær 107, Innrétting fjölbýlishús
Kríuhólar 2, klæðning utanhúss
Laugateigur 52, viðhald utanhúss
Lágmúli 6-8, viðhald utanhúss
Mjósund 2, viðbygging
Næfurás 10-14, viðhald utanhúss
Rekagrandi 1-3, viðhald utanhúss
Reykás 33-37, viðhald utanhúss
Rjúpufell 42-48, viðhald utanhúss
Seltjarnarnes, félagsheimili, breytingar inni
Síðumúli 31, viðhald utanhúss
Spóahólar 16-20, viðhald utanhúss
Ystasel 25, múrklæðning og málun
Þórufell 2-20, viðhald og breytingar utanhúss