Viðhald húsnæðis

Hannarr gerir úttekt á húseignum og aðstoðar eigendur og húsfélög við gerð viðhaldsáætlana og samninga við verktaka. Almennt er gengið út frá að tréverk utanhúss þurfi að mála á 3-4 ára fresti og steypta fleti á 8-10 ára fresti. Stærri viðgerðir þarf sjaldnar að gera. Markmið með viðhaldi húss að utan er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að það skemmist og í öðru lagi að laga þær skemmdir sem þegar hafa orðið.

Hlutverk Hannarrs er að:

  • Greina ástand hússins
  • Gera kostnaðaráætlun fyrir verkið
  • Gera útboðsgögn ef bjóða á verkið út
  • Bjóða verkið út, meta tilboð og bjóðendur
  • Ganga frá verksamningi og verkuppgjöri
  • Hafa eftirlit með framkvæmdum

Kostir þess að bjóða út verk

Að bjóða út verk er skynsamlegt fyrir eiganda, þar sem hann fær þá oftast ódýrara verk, hann getur valið verktaka sem hann treystir til að skila góðu verki og hann sleppur við óvissu um kostnað og þras vegna kostnaðar sem ekki var fyrirséður og erfitt er að meta eftirá.
Að bjóða út verk er einnig skynsamlegt fyrir verktakann, þar sem hann hefur í höndum samning sem skilgreinir í hverju verkið felst og hvernig skuli framkvæma einstaka verkþætti. Verktaki þarf ekki að standa í því að útskýra einstaka þætti verksins eftirá og ekki koma upp vandræði vegna þess að kostnaður reyndist meiri en verkkaupinn reiknaði með.

Þegar verktaki hefur lagt fram tryggingar og verkáætlun og gengið hefur verið frá verksamningi getur verk hafist. Hér þarf þó að hafa í huga að oft þarf að tilkynna byggingaryfirvöldum um framkvæmdina og í sumum tilvikum þarf að gera teikningar af útlitsbreytingum húsa vegna viðhalds, svo sem ef klæða á hús.

Eftirlit felst í að fylgjast með að verktaki vinni verkið eins og gögn segja til um, gera magnmælingar eftir því sem verki miðar, yfirfara reikninga, gera úttektir við áfangaskipti og við verklok. Einnig að taka á og leysa í samráði við verkkaupa mál sem upp koma á verktíma og ekki er tekið á í samningi.

Í einu fréttbréfi húseigenda má lesa meðal annars: “Eftirlit og ráðgjöf með steypuviðgerðum er starf sem krefst reynslu og sérþekkingar”. Einnig stendur þar: “Vel unnin útboðsgögn, gott eftirlit á verkstað og góð samvinna ráðgjafa og verktaka á framkvæmdatíma, skilar sér í hagstæðum tilboðum verktaka og betur unnu verki”.


Dæmi um verk Hannarrs á sviði viðhalds

 

2013-2014
Þórufell 2-20
Verið er að vinna við viðhald og endurbætur utanhúss á húsinu Þórufell 22-20. Gert er við múr, svalahandrið klædd og hækkuð, skipt um hluta af gluggum og gert við aðra, reyklosunarbúnaður settur í stigaganga og húsið allt málað. Hús þetta stendur efst í Breiðholtinu með útsýni yfir Seljahverfið, Kópavoginn og Garðabæinn og lengra þegar bjart er yfir. Verk þetta var boðið út í apríl 2013 og var samið við lægstbjóðanda.

 

2009
Reykás 33-37
Endurndurbætur og viðhald utanhúss var unnið á húsinu að Reykási 33 3– 37 á árinu 2009. Endurnýjuð þakklæðning og hlutar af gluggum, gert við aðra glugga, loftræst þak og stigagang ofl. Hús þetta stendur mjög áveðurs, en er jafnframt á fallegum útsýnisstað með útsýni yfir Rauðavatn. Verk þetta var boðið út í maí og var um 40% munur á hæsta og lægsta tilboði. Samið var við þann sem bauð næstlægst í verkið.

 

 

2008
Viðhald Árkvaörn 2a – 2 b4
Hús þetta var tekið í gegn utanhúss, gert við og málað. Hús þetta er éinangrað að utan og klætt múrklæðningu. Gert var við múr og glugga ofl. skipt um rennur ofl. og húsið málað, Verk þetta var boðið út og var um 40% munur á hæsta og lægsta tilboði. Samið var við þann sem bauð lægst.

 

 

2005 – 2007
Viðhald og endurbætur á Ármúla 28-305
Skipt var um glugga efri hæðar þessa húss, þak lagað, settar nýjar rennur og niðurföll og lagður á þakið nýr pappi, gert við það og það málað að utan. Verk þetta var boðið út í þremur áföngum og samið var við þá sem buðu lægst í áfangana.

Mikil breyting varð á húsi þessu við þessar lagfæringar, enda upphaflega byggt sem einfalt iðnaðarhúsnæði en er nú notað af fyrirtæki á fjármálasviðinu og því breyttar kröfur. Sérstök ánægja var með verktakann sem vann að gluggaskiptum og múrviðgerðum og málningu hússins.

2005 – 2006
Viðgerðir og málun á Framnesvegi 61-636
Gert var við múr, steyptar upp svalir og húsið málað að utan ofl. Verk þetta var boðið út í og samið var við þann sem bauð lægst.

Mikil ánægja var með verktakann sem valinn var til verksins.

 

 

2003
Viðhald Ystasels 25Ystasel
Útveggir Ystasels 25 voru einangraðir og múrklæddir að utan og málaðir, þak málað ofl. Verk þetta var boðið út og var 50% munur á hæsta og lægsta tilboði. Samið var við lægstbjóðanda og skilaði hann góðu verki.
Húsið er bæði fallegra og að sjálfsögðu miklu betra á eftir. 

 

2002
Fallegt þak á virðulegu húsi
Gerðar voru endurbætur á þaki hússins virdulegthus

að Laugarteigi 52 ásamt viðgerðum á útveggjum. Þetta var töluverð viðgerð enda húsið komið nokkuð til ára sinna. Verk þetta var boðið út í júlí og var helmingsmunur á hæsta og lægsta tilboði. Samið var við lægstbjóðanda og hann skilaði góðu verki.
Húsið er bæði fallegra og að sjálfsögðu miklu betra eftir að þetta var gert.

 

2001 – 2002
Gluggaskipti, viðgerðir og málun á Rekagranda 1-37
Skipt var um þakglugga, gert var við múr, gert við svalir og húsið málað að utan ofl. Verk þetta var boðið út í og samið var við þann sem bauð lægst.

Ánægja var með verktakann sem valinn var til verksins.

 

 

 

 

Dæmi um viðhaldsverkefni á vegum Hannarrs

Árkvörn 2a-2b, fjölbýlishús
Ármúli 28-30, atvinnuhúsnæði
Framnesvegur 61, fjölbýlishús
Hlíðarhjalli 10-14, fjölbýlishús
Kríuhólar 2, fjölbýlishús
Laugateigur 52, einbýlishús
Lágmúli 6-8, atvinnuhúsnæði
Næfurás 10-14, fjölbýlishús
Rekagrandi 1-3, fjölbýlishús
Reykás 33-37, fjölbýlishús
Rjúpufell 42-48
Seltjarnarnes, félagsheimili
Síðumúli 31,atvinnuhúsnæði
Spóahólar 16-20, fjölbýlishús
Ystasel 25, einbýlishús