Ef stafræn tækni á að skila árangri í byggingariðnaði verðum við að viðurkenna hæfileika hvers annars og vinna enn frekar saman.
Er þetta atriðið sem á að leggja áherslu á ? “, Spyr framkvæmdastjóri „Molio – Byggeriets Videncenter“ Jørn Vibe Andreasen, í grein sem hann nefnir Nú skal safna gullinu (þýðing).

Nýlega heyrðum við um sjálfkeyrandi bíl sem lenti í minniháttar slysi. Í kjölfarið fór af stað umræða um að það hefði ekki gerst ef aðrir bílar í óhappinu hefðu einnig verið sjálfkeyrandi. Við getum treyst því að það sé rétt og punkturinn er sá að þar sem stafrænar aðgerðir taka yfir þar aukum við fyrirsjáanleikann og lágmörkum áhættuna.

Og hver vill það ekki við byggingarframkvæmdir ?

Byggingarbransinn er þó hikandi við að taka skrefið út í stafrænu aðferðirnar. Það gengur alla vega hraðar í öðrum atvinnugreinum – vísa má til dæmis til þeirra viðskiptamódela og áætlana sem hafa fyrir löngu verin tekið í notkun á fjölmiðla- og afþreyingarsviðinu.

 

Hver er áhersla stjórnandans ?

Stafræna ferlið er tilbúið til að sigra og breyta byggingarbransanum. Ná má miklum ávinningi með því ferli i byggingargeiranum, það er viðurkennt og greinin er sammála um það. Í raun er það algerlega klárt í huga stafrænna áhugamanna, að sá sem ekki tileinkar sér tæknina nógu fljótt, verður fljótlega einmana á sviðinu. Hér er óþolinmæðin frábær bót á vel þekktum Akillesarhæl greinarinnar – lítillar framleiðni, óhagkvæmni og flókinni samkeppnisstöðu – með stafrænum aðferðum sem meðali.

Spurningin er hvort það sé nauðsynlegt að nota stafrænar lausnir við stjórnunina – eða hvort arðsemi, tekjur og samkeppni muni halda áfram að tefja fyrir því að taka upp stafrænar aðferðir sem mikilvægar stjórnunaraðferðir. Þar er stór munur á.

 

Betri og þjálli samvinna

Við erum komin yfir það skref að ganga í augu einhverra með flottum stafrænum líkönum. Nú hugsa sífellt fleiri í greininni í lausnum sem taka má upp og sem virka.
Áhersla er lögð á þjónustu sem styður áætlanagerð þvert á verðmætakeðjuna og sem krefst vilja og skilnings á samvinnu framkvæmdaraðila, arkitekta, stjórnenda og að lokum notenda og faglegra rekstraraðila.

Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var meðal toppstjórnenda byggingargeirans, þar sem toppstjórnendur mátu stöðu og möguleika greinarinnar hér og nú og í framtíðinni. Þeir voru ekki allir sammála, en þeir voru sammála um að stafræn þróun geti ekki byggst á þeirri einu ákvörðun að verða stafræn. Þess í stað byggist hún á því að velja saman réttu samstarfsaðilana, að byggja upp félagsskap, sem styður stafrænu markmiðin og – ekki síst – að skapa menningu í fyrirtækjunum sem hvetur starfsmennirnir til að leita að nýjum lausnum í hinum stafrænu verkfærum.

Og það er líka skilningur á að allir í byggingariðnaðinum ættu að líta út fyrir eigin starfsemi til að stafrænar aðferðir nái árangri. Stafræn þróun gengur engan veginn upp ef ekki er skilningur á betri og sveigjanlegri samvinnu milli allra leikmanna í greininni – lárétt og lóðrétt. Við ættum því að sjá arkitektinn og verktakann tala meira saman og viðurkenna hæfileika hvors annars. Það er forsenda þess að byggingarferlið verði sjálfkeyrandi og Jorn segir “Það verður engin stafræn þróun, án þess að það sé einhver þróun í aðferðum. Annars fáum við ekki þann ávinning sem við þurfum.”

 

Hindranir stoppa ekki þróunina

Það er auðvelt að tala um nauðsyn stafrænnar þróunar við framkvæmdir, en það er einnig ljóst að enn eru miklar hindranir bæði efnahagslegar, menningarlegar og hvað varðar þekkingu og hæfni. Það stöðvar þó ekki þróunina, sem mun einnig koma til okkar utan frá.

Á hinn bóginn er nauðsynlegt að öðlast betri skilning á sameiginlegum markmiðum þvert yfir verðmætiskeðju byggingarbransans. Það er ekki alveg óhugsandi að gera þurfi ráð fyrir að sérhver þáttur í virðiskerðjunni sjái sig sjálfan sem mikilvægastan í því að skilgreina vettvanginn, sem allir aðrir þurfa að leika á. Það verður því að tala opinskátt og heiðarlega um það. Eins og einn toppstjórnandinn sagði: “Á slæmum degi er það líka spurning um að eiga vettvanginn og eiga ferlið. Sá sem á ferlið er nálægt viðskiptavininum og sá sem er nærri viðskiptavinurinn er nálægt peningunum.”

Við skulum bara viðurkenna að gullið (ávinningurinn) er til staðar og að það eru spennandi og áhugaverðir tímar framundan í byggingarbransanum á næstu árum, og vonandi að byggingariðnaðurinn nái að vinna saman að því að safna gullinu.