Að bæta útreikningi á CO2 við BYGG-kerfið hefur verið í vinnslu undanfarið og er viðbótin við kerfið sjálft tilbúin þ.e. fyrsta skrefið af því verkefni. Það er miklilvægasta skrefið af fleirum sem síðar koma og sem er sjálfvirkur útreikningur á kolefnislosun mismunandi byggingarefna. Hann verður til um leið og kostnaðaráætlanir eru gerðar í kerfinu.

Aðferðin býður upp á val út frá þessum tveimur gildum, en reikna verður með að það séu mörk á því hvað það megi kosta að ná gildunum. Annarsvegar í krónum og hins vegar í kolefnislosun. Þó að það sé ekki hugmyndin að setja þau mörk inn í kerfið, þá sjást gildin og geta notendur þar með tekið sínar ákvarðanir út frá þeim.

Val á CO2 gildunum fyrir hvert einstakt efni stendur nú yfir fyrir þetta verkefni og er helst horft til norrænna banka yfir kolefnislosunina en ákvörðunin liggur ekki enn fyrir.
Hafa þarf í huga að gildin í bankanum þurfa að vera viðurkennd af opinberum aðilum til að nýtast að fullu.

Orðnar eru til viðurkenndar aðferðir til að reikna losunina og er losuninnni þá skipt upp í þrep og nær fyrsta þrepið til framleiðslu á byggingarefnunum þ.e. A1, A2 og A3, sjá „Figur 2“.

Þetta þrep höfum við flokkað sem fyrsta skrefið í að bæta grænni viðbót við BYGG-kerfið.

Vægi þessara þriggja þátta er um 45% af allri losun kolefnis á líftíma húsa samkvæmt samantekt RB ofl.

Næsta skref er kolefnislosun á notkunartíma húsa sem vegur um 38% af heildarlosuninni.

Þessi tvö skref ná þannig til meira en 80% af allri kolefnislosuninni og er það markmið okkar að útreikningur þeirra beggja verði hluti af BYGG-kerfinu á þessu ári.

Orðnar eru til viðurkenndar aðferðir til að reikna losunina og er losuninnni þá skipt upp í þrep og nær fyrsta þrepið til framleiðslu á byggingarefnunum þ.e. A1, A2 og A3, sjá „Figur 2“.

Þetta þrep höfum við flokkað sem fyrsta skrefið í að bæta grænni viðbót við BYGG-kerfið.

Vægi þessara þriggja þátta er um 45% af allri losun kolefnis á líftíma húsa samkvæmt samantekt RB ofl.

Næsta skref er kolefnislosun á notkunartíma húsa sem vegur um 38% af heildarlosuninni.

Þessi tvö skref ná þannig til meira en 80% af allri kolefnislosuninni og er það markmið okkar að útreikningur þeirra beggja verði hluti af BYGG-kerfinu á þessu ári.

 

Munurinn á þessari aðferð og þeirrar sem nú býður upp á útreikninga á CO2 losun bygginga

Nefna má nokkra veigamikla þætti yfir þennan mun svo sem:

• Enginn sem notar BYGG-kerfið reiknar kostnaðaráætlun bygginga án þess að fá um leið sjálfvirkan útreikning á CO2 losun hennar.
• Notandinn getur strax hafist handa við að meta niðurstöðuna, hvort hann skuli skoða notkun á öðru byggingarefni í einhverjum tilvikum eða öllum og lækka þannig kolefnislosunina.
• Ótrúlega mikill sparnaður húsbyggjanda við að taka upp þessa aðferð við CO2 útreikninga, sjá hér á eftir.
• Notendur fá tillögur um efni sem sýna minnstu kolefnislosunina en geta jafnframt valið aðra með samskonar efni.
• Bent er þannig á þann framleiðana efnis sem stendur sig best í lítilli kolefnislosun sem er hvati til hans um árangur.
• Viðurkennt efni verður í CO2 bankann og ekki leyfilegt að nota önnur efni.
• Með þessu fyrirkomulagi má tryggja að CO2 losun bygginga sem reiknaðar eru í BYGG-kerfinu sýni viðurkennda kolefnislosun þeirra um leið kostnaðurinn liggur fyrir.

Við tökum eitt skref í einu í þessu verkefni sem nýta má strax þegar því er lokið. Fyrsta skrefið er að nýta sér stafrænar lausnir við að gefa upplýsingar um kolefnislosun byggingarefna. Það næsta er að láta sömu aðferðir gefa svar við kolefnislosun út líftíma bygginganna o.s.frv.

Háskólar og opinbera stofnanir hafa verið látin fylgjast með þessu verkefni og hafa lýst sig jákvæða gagnvart því.

 

400 miljóna kr. árlegur kostnaður við útreikninga á losun CO2 gufar að mestu upp hér á landi ef BYGG-kerfið verður notað við útreikningana á 2000 íbúðum.

Markmiðið með gerð BYGG-kerfisins var á sínum tíma m.a að búa til verkfæri sem sparaði notendum mikla vinnu við sína útreikninga, leggðu notendum til upplýsingar sem þeir gætu nýtt til að taka réttar ákvarðanir og að passa síðan upp á að framkvæmdirnar væru í samræmi við ákvarðanirnar.

Að bæta grænu útreikningunum við BYGG-kerfið er í okkar huga eðlileg viðbót og er mjög ábatasöm eins og lesa má hér á eftir.

Út um allan heim er verið að skoða hvernig best verði staðið að útreikningum gróðurhúsalofttegunda og er staðan nú sú að sátt virðist vera orðin um grunn að þessum útreikningum.
Víða er verið að hanna gagnagrunna á þessum forsendum (CO2 banka) og höfum við skoðað marga þeirra. Þessir gagnagrunnar fjalla eingöngu um útreikninga á losun gróðurhúsalofttegunda. Enginn af þeim tengist öðrum útreikningum svo sem á byggingarkostnaði. Það er stóri munurinn á þeim aðferðum og þeirri sem hér er fjallað um.

Til að átta okkur á hvað áætlað er að það muni kosta að vinna útreikningana á losun gróðuhúsalofttegunda á þennan hátt má vísa í nýja áætlun sænska ríkisins sem ber heitið „Klimatdeklaratíon för byggnader“.

Áætlun þessi nær til loftlagsyfirlýsinga nýbygginga í Svíþjóð með tilheyrandi útreikningum en ekki til gagnagrunna þeim tengdum svo sem uppbyggingar CO2 gagnagrunns og reksturs hans.

Áætlaður kostnaður sænska ríkisins við „Klimatdeklaratíon för byggnader“ sem á að taka gildi í byrjun næsta árs er eftirfarandi

Einbýlishús, 150 m2: ca. 4.800 EUR/hús (720.000 ÍKR)
Fjölbýlishús, 2500 m2 ca. 7.300 – 14.000 EUR/hús (1.500.000 ÍKR)

Sé gengið út frá að byggðar séu 2.000 íbúðir á ári hér á landi og að um 20% þeirra sé sérbýli og að reiknað sé með framangreindum kostnaði, þá er hann í heild um 400 miljónir króna á ári fyrir húsbyggjendur hér á landi.