Látið ekki verktíma og kostnað verksins fara úr böndunum !
Með vandaðri áætlanagerð er tekin ákvörðun á réttum forsendum og með hjálps virks eftirlits, þar sem verkáætlanir og framvinduskýrslur gegna mikilvægu hlutverki, er gripið tímanlega í taumana til að komast hjá tjóni vegna seinkunar á framkvæmdatíma og aukins kostnaðar. Samþykkt verkáætlun sýnir það tímabil sem verkið á að taka.
Eftirlitsaðili verksins fylgist náið með framvindu verksins, bæði tíma og kostnaði. Með hjálp verkáætlunarkerfisins og framvinduskýrsla BYGG-kerfisins er áætlunum fylgt fast eftir og komið í veg fyrir að verklok og kostnaður stangist á við gerða samninga um verkið, þegar upp er staðið.