Boðið er nú upp á að skipta upp verkþáttum verka sem unnin eru í BYGG-kerfinu þannig að sami verkþáttur geti komið oft fyrir. Þetta er t.d. gagnlegt við byggingu nokkurra hæða húsa þar sem þannig má t.d. reikna undirstöður sér og síðan hverja hæð fyrir sig.
Þetta er gert þannig að í byrjun er valin skipunin “Aðgerðir” og þar “Skilgreining á svæðum” og stofnuð þar svæði eins og notandinn ákveður að gera það.
Til að skipta einstökum magntöluliðum niður á svæði er klikkt á magntöluliðinn og hægrismellt á músina og kemur þá upp valgluggi sem býður upp á að bæta við nýjum lið, breyta, afrita lið eða eyða lið.
Þegar skipta á upp lið þá er valið að vera staðsettur á þeim stað sem nýr magntöluliður á að vera og valin skipunin „Afrita lið…“. Þá birtist liðurinn í nýjum glugga með þeim upplýsingum sem fylgja honum. Fært er inn nafn eða afritað nafn sem birtist í flettiglugga og fær nýji liðurinn þá sama nafn og númer.
Þá er valið það svæði sem nýji magntölu-liðurinn á að tilheyra. Færa má inn breytingar að vild og vista síðan.
Þar með er orðinn til annar samskonar liður með þeim breytingum sem notaninn hefur gert. Oftast er magninu breytt en oft einnig einingarverðinu.
þegar einhverjum magntölulið hefur verið skipt niður á svæði, þá sést sú svæðaskipting undir dálkinum „Svæði“ í verðskrá verksins á skjánum.
NOTKUN Á ÞESSARI VIÐBÓT
Skoða má innihald hvers svæðis sem skilgreint hefur verið á þennan hátt og má gera það á mismunandi vegu, sjá merkingarnar á myndinni hér að neðan (rauðir hringir).
Skoða má innihald hvers svæðis sem skilgreint hefur verið og má gera það á mismunandi vegu, t.d. með því að velja “Aðgerðir” og þar “Byggingarsvæði – Kostnaður”. Þá birtast nöfn Svæðanna í láréttri röð. Með því að klikka á það svæði sem á að velja birtist sundurliðað yfirlit yfir þá magntöluliði sem tilheyra svæðinu, bæði magn þeirra og verð.
Önnur leið er að velja svæði í gráum reit með því nafni og síðan leitarhnappin sem birtist við hlið hans og birtist þá birtist samskonar yfirlit yfir það Svæði
Þriðja leiðin er að valja svæðiði á gráa svæðinu og klikka á upphæðina sem birtist undir upphæðinni “Verð alls” þ.e. á upphæðina sem tlheyrir svæðinu.
Þarna getur notandinn skoðað hvert svæði fyrir sig, hvað magntöluliðirnir kosta sem tilheyra svæðinu og magn hvers þeirra. Þetta er gagnlegt bæði þegar kostnaður hvers áfanga er greindur, efnisþörf hans og verktími.
Þetta nýtist við gerð verkáætlunar og verkuppgjöra og til að fylgjast með og skrá framvindu verksins o.s.frv.
Til að nýta þennan valkost sem best er öllum magntöluliðum verksins skipt niður á áfanga, Þannig fæst heildarmynd af öllum áföngunum (svæðum) sem auðveldar framangreint og grípa inn í ef frávik eru að koma upp í framkvæmdinni.