Nú geta notendur Viðhaldskerfisins gert stakar viðhaldsáætlanir í kerfinu með gátlista ástandsskoðunar og appi. Skoðunarmaður notar appið til skráningar.
Hann gefur áætluninni nafn og skráir magn við þá þætti sem hann leggur til að verði teknir fyrir og færir við þá athugasemdir og myndir til nánari upplýsinga eftir þörfum. Þar sem skoðunarmaður hakar við að verkþáttur sé í lagi þá þýðir það að verkþátturinn þurfi ekki viðhalds við að hans mati.

Samtímis verður þessi áætlun til í BYGG-kerfinu sjálfu ásamt meðfylgjandi skráningu á magni, athugasemdum og myndum.

Ástæður fyrir stökum viðhaldsáætlunum geta verið ýmsar svo eigendaskipti eða að leigjandi sé að hætta leigu á íbúð og eigandi noti þá tækifærið til að mála hana og lagfæra eftir þörfum á þeim tímapunkti, þó að það passi ekki við langtímaviðhaldsáætlun eignarinnar.