Nú geta notendur skipt upp viðhaldsáætlun hússins að vild. Þeir geta t.d. gert sérstaka viðhaldsáætlun ársins fyrir viðhald þaksins, sérstaka fyrir útveggina að utan, sérstaka fyrir gluggana o.s.frv. Hver þessara áætlana er þá unnin sjálfstætt og vistast þannig og er aðgengileg til síðari upplýsinga um viðhald viðkomandi verkhluta.