Það er þægilegt að geta tekið myndir og myndbönd á staðnum við framkvæmdir og sent þær beint inn í BYGG-kerfið.  Þetta geta notendur BYGG-kerfisins gert nú.

Þú nærð þér í app sem Hannarr ehf hefur látið hanna í þeim tilgangi, hleður því inn í símann þinn og getur þar með tekið myndir á símann og myndbönd og hlaðið þeim inn í það verk í BYGG-kerfinu sem þú ert að vinna með.  Í byrjun er þetta fyrir notendur Android síma en verður fljótlega einnig fyrir iphone síma.