Danir hafa gert athuganir á því hvernig Coronaveiran hefur haft áhrif á notkun stafrænna aðferða í byggingariðnaðinum þar í landi.

70% aðspurðra sögðu starfsmenn fyrirtækjanna nota stafrænar aðferðir í auknum mæli eftir að veiran fór að hafa áhrif á Danskt þjóðfélag og vegna veirunnar hafi sú þróun orðið hraðari en reiknað hafi verið með áður en hún kom upp.

90% af þeim reikna með að nota stafræn hjálpartæki eftir að coronaveiran er horfin. Þetta er vísbending um að eitthvað jákvætt muni koma út úr núverandi krísu. Það mun hafa jákvæð áhrif á greinina til skemmri og lengri tíma.

80% af þeim sem spurðir voru sögðu að starfænu tækin og aðferðirnar hefðu gert það mögulegt fyrir þá að vinna sitt verk og halda að auki uppi þeim afköstum sem voru áður en veiran birtist. 60% þeirra töldu reyndar að notkun stafrænu tækjanna hafi orðið til þess að afköstin jukust.

Það var sérstaklega nefnt að samskipta- og upplýsingakerfin hafi fengið meiri notkun í byggingargreininni, en einnig flóknari kerfi sem eru sérhæfð fyrir greinina.

Okkur fannst rétt að vekja athygli á þessari niðurstöðu dananna þar sem við reiknum með að niðurstaðan hér yrði svipuð ef kannað væri. Þetta eru jákvæðar niðurstöður fyrir þá í byggingargreininni sem eru á þeirri leið að auka notkun stafrænu tækninnar og þetta eru jákvæðar niðurstöður fyrir okkur sem fáumst við þróun stafrænnar tækni fyrir greinina.