Okkur hjá Hannarr ehf. er annt um að verðin í byggingarverðskrá okkar endurspegli vel byggingar-kostnaðinn í landinu á hverjum tíma og er þá verið að meina raunverulegan kostnað en ekki þau verð sem lesa má í verðskrám byggingarvöruverslana og efnissala.

Til að tryggja þetta er fylgst með tilboðum í byggingarframkæmdir, bæði þær sem Hannarr ehf. reiknar fyrir verktaka og aðrir og einnig er tekið tillit til verðbreytinga byggingarefna þegar það hefur sannað sig í viðskiptum til einhvers tíma. Þá er tekið tillit til breytinga á vísitölum opinberra aðila og hlustað á ábendingar viðskiptavina og annarra bæði einstaklinga og fyrirtækja.

Á undanförnum árum hafa komið upp tvö tilvik þar sem upplýsingar hafa verið rangar um verðbreytingar þ.e. múrverk fyrir mörgum árum og hönnunarkostnað nú nýverið. Strax og þetta uppgötvaðist var það skoðað sérstaklega og tekið tillit til þess í verðskránni þegar athuganir höfðu staðfest að svo var. Seinna atriðið var leiðrétt í uppfærslu verðbankans 1. Júlí sl. Við biðjumst velvirðingar á slíku en gátum í hvorugu tilvikinu vitað um ástæðuna áður en gerð var leiðrétting. Bent var á hana af hagsmunaaðila í síðara tilvikinu. Við þökkum fyrir slíkar upplýsingar og skoðum þær að sjálfsögðu og tökum tillit til þeirra eftir því sem niðurstöður athugana gefa tilefni til.

Með framangreindri aðferð hefur Hannarr ehf. tekist að liggja með sín einingarverð að meðaltali 1,6% undir kostnaðaráætlunum viðkomandi verka til langs tíma og verið 4,0% undir meðaltali af hæstu og lægstu verðum í tilboðunum. Notendur verðskrárinnar geta þannig reiknað með að þeir séu að gera réttar áætlanir og rétt tilboð með notkun verðskrárinnar og geta síðan ákveðið að bæta einhverju við ef markaðurinn býður upp á það eins og verið hefur að undanförnu, eða að lækka sig eitthvað þegar samkeppnin er mikil.

Að meðaltali hafa þeir aðilar sem Hannrr ehf. hefur aðstoðað við tilboðsgerð náð að vera lægstir í tilboðum sínum í 25% af áður nefndum tilboðum, þrátt fyrir að þar hafi verið gerðar fyrrnefndar kröfur um að vera öruggir um að bjóða ekki of lágt í verkin.

Að meðaltali voru ca. 8 bjóðendur í þau útboðsverk alls sem nefnd eru hér á undan og má því segja að líkurnar á því að ná verki hafi verið 12,5% að meðaltali og að bjóðendur hafi aukið líkur sínar um meira nem helming með því að nota verðskrá Hannarrs við sína tilboðsgerð.

Það er markmið Hannarrs ehf að þessi árangur haldist, bæði að vera nálægt kostnaðaráætlunum og að vera í miðju annarra tilboða og að ná samt 25% af þeim verkum sem boðið er í.