Mikilvægt er að eftirlitsaðili verka fylgist náið með framvindu þeirra verka sem hann hefur eftirlit með, bæði kostnaðarlega og tímanlega. Nú er búið að hanna form fyrir framvinduskýrslur fyrir BYGG-kerfið, svo nú þarf engum að koma á óvart við verklok að verkinu væri ekki skilað á umsömdum tíma og kostaði miklu meira en til stóð.
Stöðugt eru að koma upp slík mál, þar sem verk hefðu vafaust aldrei verið unnin, ef tími og kostnaður við þau hefðu legið fyrir í upphafi. Ekki skal gert ráð fyrir að verið sé að blekkja þann sem vill vinna verkið með því að áætla það ódýrara en raunhæft er og fljótunnara.
Með vandaðri áætlanagerð og virku eftirliti þar sem framvinduskýrslur gegna mikilvægu hlutverki má grípa tímanlega í taumana og komast hjá tjóni vegna vanáætlaðs framkvæmdatíma og vanáætlaðs kostnaðar.