0.04. AðalvalmyndBYGG-kerfið er heildarkerfi fyrir þá sem koma að byggingarframkvæmdum á einhvern hátt og eru notendur úr öllum þáttum framkvæmdanna og aðrir sem láta sig málefnið varða.

Við ætlum með þessari ábendingu og fleirum sem birt verða síðar, að benda notendum kerfisins á ýmislegt gagnlegt sem BYGG-kerfið býður upp á. Kannske hefur þú ekki hugsað út í það allt ?

 

Vissirðu t.d. að þú getur unnið og geymt öll þín gögn í kerfinu sem snerta bygginguna ?  

Hvert verk er sjálfstætt þannig að öll gögn sem þú vinnur í kerfinu undir heiti verksins, eða færir inn í það, verður þar og er ekki á öðrum stað í kerfinu. Önnur verk í kerfinu hafa engin áhrif á þessi gögn. Jafnvel utanaðkomandi gögn sem snerta verkið eru geymd í kerfinu, svo fremi þau séu í tölvutæku formi. Það eina sem ekki er unnið í BYGG-kerfinu eru teikningar, en þær eru hins vegar vistaðar í kerfinu eins og önnur gögn.

Hver er ávinningurinn af þessu ?

    • Öll gögn á sama stað – sparar leit og tryggir að verið sé að vinna með nýjustu gögnin
    • Engar möppur upp í hilum – sparar pappír og hillupláss og er þannig um leið umhverfisvænt
    • Gögnin öll ætíð aðgegnileg – netaðgangur hvaðan sem er
    • Aðilum veittur mismunandi aðgangur að mismunandi gögnum verka (köflum) – fullur aðganur, lesaðgangur eða enginn aðgangur
    • Ætíð unnið með rétt gögn – allir vinna með sömu gögnin
    • Engin hætta á að gögn glatist – reglulega afrituð
    • Hægt er að vista utanaðkomandi gögn í kerfinu – tryggir að öll gögn verksins séu í kerfinu

Í verklok eru öll gögn til staðar í kerfinu ef það hefur verið notað að fullu og þú getur gengið þar að þeim þegar þú þarft á þeim að halda. Nánari upplýsingar um kerfið eru á heimasíðu Hannarrs ehf www.hannarr.com undir valhnappnum Tölvukerfi.