8.feb.2010

Þessa spurningu mátti lesa hér á netinu í ársbyrjun 2009, þá voru 10.000 atvinnulausir á landinu. Nú rúmu ári síðar eru atvinnulausir orðnir 17.000 samkvæmt Vinnumálastofnun og fer enn fjölgandi. Svarið í flestra huga við framangreindri spurningu er og hefur auðvitað verið nei, en til aðgerða sem spornað gætu við þróuninni var ekki gripið.