Frá ársbyrjun 2004 til 1. október sl. hefur verð íbúðarhúsnæðis hækkað um tæp 90% á meðan launa- og byggingavísitalan hafa hækkað um nálægt 30%.

Hækkun íbúðarhúsnæðis er þannig rúmlega 45% umfram hækkanir á þessum vísitölum.

Kostnaðaráætlun Hannarrs fyrir fjölbýlishús hefur hækkað um u.þ.b. 70% á þessum sama tíma, sem sýnir þannig verulega meiri hækkun en byggingavísitalan hefur mælt á sama tíma.
Ástæðan fyrir þessu er aðallega sú að gatnagerðagjöld hafa verið að hækka umfram annað en einnig hefurr annað hækkað meira en vísitalan hefur verið að mæla samkvæmt okkar tölum.

Enn er ekki að sjá að draga sé úr þessum muni. Vegna hækkandi vaxta og mikilla byggingaframkvæmda nú og undanfarið, eru hins vegar uppi raddir um að líkur séu á verðlækkun húsnæðis frá því sem nú er. Hannarr tekur undir þetta og bendir húsbyggjendum og framkvæmdaaðilum á að fylgjast vel með markaðnum á næstunni til að geta brugðist við ef ástæða þykir til.