Frá ársbyrjun 2004 til maí sl. hefur verð íbúðarhúsnæðis hækkað um tæp 90% á meðan launa- og byggingavísitalan hafa hækkað um nálægt 52%.

Mat Hannarrs frá því í október sl. var að hagur verktaka við húsbyggingar hefði batnað um 20% á þessum tíma og var þá búið að taka tillit til sérstakra hækkana á lóðar- og landverði. Frá október 2007 til maí 2008 hefur verð á húsnæði staðið í stað á meðan byggingavísitalan hefur hækkað um rúm 10% og nú um 13%. Þessi ávinningur verktakanna er þannig að fjara út og verður væntnlega horfinn á haustmánuðum. Þá eru menn í sömu stöðu og í ársbyrjun 2004, nema hvað fjármagnskostnaður hefur hækkað upp úr öllu valdi. Hann er ekki hluti af þessum tölum.
Ekki er ólíklegt að land- og lóðaverð muni lækka aftur þegar frá liður, en það mun ekki gerast á þessu tímabili.