Í nýrri útgáfu af Byggingarlykli Hannarrs er að finna tvö ný módel fyrir staðlaðar kostnaðaráætlanir. Annað er af stóru verslunarhúsi á einni hæð með mikilli lofthæð, en slík hús eru orðin nokkuð algeng í dag. Hitt módelið er af Leikskóla og er þar tekinn með frágangur lóðar og leiktæki.

Eitt af fyrri módelunum var endurskoðað á sama tíma, það var stórt atvinnuhúsnæði byggt upp með stálgrind. Þar var farið frá hefðbundinni uppbyggingu yfir í einangraðar einingar í veggjum og þaki, sem er orðin algengari aðferð nú og ódýrari.

Þetta hvorutveggja er liður í þróun Byggingarlykilsins til hagsbóta fyrir notendur hans.