Stöðugt er verið að þróa tölvukerfi þau sem Hannarr býður aðgang að. Það nýjasta er að nú er með einni skipun hægt að flytja verk frá nákvæmum áætlunum yfir í verkuppgjörin. Þetta sparar notandanum mikla vinnu og tryggir að réttir liðir, rétt magn og rétt verð séu í verkuppgjörunum. Sama aðferð gildir um hvern áfanga verksins sé verkinu skipt upp í áfanga.

 

Einnig má nefna að á sama hátt er nú hægt að flytja verklýsingar og magntöluskrár frá nákvæmum áætlunum yfir á svæði Gögn í viðkomandi köflum á samningssvæðinu.

 

Sjá “Tölvukerfi – myndbönd” á heimsíðu Hannarrs og þar “Nákvæmar kostnaðaráætlanir” og “Útprentun og vistun”