1.1 Yfirlit yfir verkið

Þessi liður inniheldur:
Lýsingu á framkvæmdinni, form til að fylla í
Dagbók verkkaupa, form
Gögn, svæði fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum


Þegar komið er inn í þennan kafla (síðu) þá birtist form sem notað er til að skrá ýmsar upplýsingar um verkið, sumar strax við skráningu og aðrar á meðan á framkvæmdum stendur. Efst á síðunni er val um að færa inn mynd af framkvæmdinni. Þar fyrir neðan eru færðar inn upplýsingar sem nefndar eru Grunnupplýsingar, en þær birtast síðan sjálfkrafa á öðrum gögnum sem verða til í kerfinu.

Þar með verður til yfirlit yfir framkvæmdirnar, svo sem hvar þær eru staðsettar, hvers konar framkvæmdir þetta eru, hver stendur að þeim, hverjir eru hönnuðir, hver er hönnunarstjóri svo og númer byggingaleyfis, hver er byggingastjóri framkvæmdanna og hverjir iðnmeistarar. Skrá má hér yfirlit yfir áætlaðan heildarkostnað og hver raunkostnaður verður og upplýsingar um útboð sem fara fram vegna framkvæmdanna og samanburð þeirra við áætlanir. Hér má skrá við hvaða verktaka er samið um framkvæmdir og hverjir eftirlitsmenn eru, hver verklok eiga að vera samkvæmt samningi og hver þau síðan verða o.s.frv.

Hér má skrá athugasemdir um framkvæmdirnar á verktíma og í lokin, sem eigandi vill eiga skráðar.
Hér má einnig færa inn upplýsingar um aðdraganda að framkvæmdunum, hvenær teknar voru ákvarðanir, af hverjum, hvernig o.s.frv. Einnig má hér halda utan um upplýsingar um forsendur að ákvörðunum þessum, eftir því sem við á.

Hluti af þessum upplýsingum fer síðan sjálfkrafa inn í handbók hússins sem byggingastjóri afhendir byggingaryfirvöldum og eiganda við verklok, í samræmi við fyrirmæli í byggingarreglugerð.

Við val á þessum undirflokki birtast gluggar sem fyllt er í eftir því sem við á hverju sinni.
mynd12


Dagbók:
Í þessum kafla er svæði sem nefnist Dagbók verkkaupa, þar sem verkkaupi (eigandi) getur haldið utan um þær upplýsingar sem hann telur ástæðu til á meðan á verki stendur. Í dagbók þessa færast sjálfkrafa grunnupplýsingar verksins, eins og gerist á öðrum stöðum í kerfinu.