1.5 Hönnun

Þessi liður inniheldur:
1. Leiðbeiningar fyrir þá liði sem koma fyrir í kaflanum
2. Aðalhönnuður
Gæðakerfi aðalhönnuðar
Teikningar í vinnslu
3. Burðarþolshönnuður
Gæðakerfi burðarþolshönnuðar
Teikningar í vinnslu
4. Lagnahönnuður
Gæðakerfi lagnahönnuðar
Teikningar í vinnslu
5. Hönnuður raforkuvirkis
Gæðakerfi raforkuhönnuðar
Teikningar í vinnslu
6. Aðrir hönnuðir
Gæðakerfi annarra hönnuða
Teikningar í vinnslu
7. Greinargerð aðalhönnuðar
8. Umsókn um byggingaleyfi, eyðublað
9. Umfjöllun um umsókn byggingaleyfis
10. Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum

mynd18


Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð um atriði sem snerta málefni þessa kafla sérstaklega.
Fyrsta skrefið í því ferli að öðlast leyfi til framkvæmda er að leggja fram teikningar af framkvæmdinni ásamt rökstuðningi og greinargerð frá viðkomandi hönnuði vegna yfirferða byggingaryfirvalda á teikningum hans, byggingaráformum og umsókn um byggingarleyfi.
Í þessum kafla um hönnuði, er að finna eyðublöð til að nota við rökstuðning og greinargerð hönnuðar, til að útbúa umsókn um byggingarleyfi og til að nota við gæðastjórnun.

Á meðan unnið er við teikningar þá getur hönnuður vistað teikningar sínar á sínu svæði undir liðnum Teikningar í vinnslu. Eftir að teikningar hafa verið samþykktar eru þær vistaðar á Samningssvæðinu undir kafla 2.4 Teikningar, sjá leiðbeiningar með þeim kafla og eftir það eru nýjar og breyttar teikningar vistaðar í kafla 3.3 Breyttar teikningar.

Í þessum kafla, 1.5 Hönnun, er líka að finna svæði þar sem gert er ráð fyrir að samþykki á byggingaráformum sé vistað, eftir að það liggur fyrir.
mynd19


GÆÐAHANDBÓK HÖNNUÐA:
Gæðastjórnun felst í að tryggja að vörur og þjónusta uppfylli væntingar og kröfur viðskiptavina sem og aðrar kröfur sem gerðar eru, t.d. í lögum og í reglugerðum. Í þessum tilgangi er hönnuðum gert að skyldu í lögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012 að vera með gæðakerfi við hönnun sína.

Gæðakerfin eru annað hvort gæðakerfi fyrirtækis, eða gæðakerfi einstaklings. Ef um er að ræða gæðakerfi fyrirtækis, þá vinna starfsmenn fyrirtækisins undir því gæðakerfi, enda hafi þeir réttindi til þess. Fyrirtækinu ber þá að senda Mannvirkjastofnun lista yfir þá starfsmenn sem vinna undir gæðakerfi þess og þá undir hvaða gæðakerfi þeir vinna.

Gæðakerfi þetta eru í tveimur þrepum og er fyrra þrepið gæðakerfið sjálft og það síðara skráning á reynslu af framkvæmd þess á meðan á hönnun stendur. Hvoru þrepi er skipt upp í þrjá flokka, A, B og C. sem innihalda liði með sömu heitum. Fyrra þrepið er gæðakerfið sjálft og það síðara er til að fylgja því eftir í einstökum verkum.

Gæðakerfi þetta er í BYGG-kerfinu í kafla 1.5 Hönnuðir og geta notendur kerfisins nýtt sér það óbreytt eða með breytingum og lagt það þannig fyrir Mannvirkjastofnun til samþykktar. Þeir verða þó ætíð færa inn sínar persónulegu upplýsingar, svo sem varðandi menntur og reynslu. Eftir að búið er að færa inn þær upplýsingar og/eða breytingar sem notandi vill gera og þar með kennitölu sína eða fyrirtækisins, þá gildir gæðakerfið þannig um þau verk sem notandinn vinnur við eftir það, þ.e. það sem stendur í þrepi 1, í flokkum A og B. Ekki er hægt að skrá fleiri en eitt gæðakerfi undir sömu kennitölu.
Munurinn á flokkum A og B er sá að þættir í flokki A, ásamt fylgigögnum, eru eingöngu í gæðakerfinu sjálfu, á meðan fylgigögn í flokki B eru aðallega vistuð í BYGG-kerfinu, en opnað á aðgang að þeim í gæðakerfinu. Þetta er gert til að vera ekki með sömu gögnin á fleiri en einum stað í BYGG-kerfinu, sem sparar vinnu, og gagnapláss og eykur öryggið í meðferð gagnanna.

Hugsanlegar sérkröfur í flokki C fylgja ekki sjálfkrafa, enda gilda þær fyrir einstök verk ef þær eru einhverjar.

Bæði gæðakerfið sjálft og eftirfylgni þess skulu vera aðgengileg til eftirlits á vegum Mannvirkjastofnunar eða aðila á vegum stofnunarinnar á meðan á hönnun stendur.
mynd20

1. Þrep – Gæðakerfið
Eftir að hafa yfirfarið tillöguna sem er í BYGG-kerfinu í kafla viðkomandi hönnuðar, fært inn viðbætur og hugsanlegar breytingar, þá prentar hann það út og undirritar og leggur það fyrir Mannvirkjastofnun til samþykktar.

Í reitnum „Tegund gæðakerfis“. er merkt við hvaða grein er um að ræða og hvort um sé að ræða gæðakerfi fyrirtækis eða einstaklings. Eftir að notandi hefur skráð sitt gæðakerfi þá kemur sjálfkrafa upp næst þegar notandi skráir sig fyrir gæðakerfi hönnuðar í verki. Einnig koma sjálfkrafa fram grunnupplýsingar þess verks, sem þá hafa verið færðar í kafla „1.1 Yfirlit yfir verkið“. Einnig skráir hann þar nafn sitt og kennitölu.
Færð er inn dagsetning og hakað við í reit sem er til þess gerður að veita Mannvirkjastofnun aðgang að gæðakerfinu til eftirlits.
Í upphafi er flipinn „Gæðakerfi hönnuðar“ sjálfvalinn og kemur þá upp áðurnefnd tillaga að gæðakerfi. Þetta gæðakerfi getur hönnuðurinn notað ásamt með nánari upplýsingum um sig, breytt lýsingu á gæðakerfinu eða ekki, prentað það út, undirritað það og lagt fyrir Mannvirkjastofnun sem sitt gæðakerfi.

Geri verkkaupi auknar kröfur til hönnuðar sem hönnuður samþykkir, þá koma þær sem viðbót, en mega ekki á neinn hátt hafa áhrif á það gæðakerfi sem þegar hefur verið samþykkt af Mannvirkjastofnun. Að loknu samþykki þessara aðila verður gæðakerfið hluti af samningi verkkaupa og hönnuðar í viðkomandi verki.

2. Þrep – Reynsla af gæðakerfinu
Þetta þrep er til að fylgja gæðakerfinu eftir. Þarna er fylgst með og skráð hvernig hönnuður fylgir eftir þáttum gæðakerfisins. Þarna skráir hann það sem gæðakerfið gerir ráð fyrir að sé skráð á meðan á hönnun stendur. Þarna eru einnig skráðar athugasemdir verkkaupa og eftirlitsaðila Mannvirkjastofnunar við þá þætti sem þeir aðilar telja ástæðu til að gera athugasemdir við og hvernig tekið er á þeim.
Viðbótargögn sem bætast við á verktíma eru einnig skrá hér undir viðkomandi þætti og vistuð þar. Athugasemdir þessar og viðbótargögn skulu koma fram við útprentun gæðakerfisins í verklok og sýna stöðu verksins á þeim tímapunkti.

Eftirlitsaðilar á vegum Mannvirkjastofnunar skulu hafa aðgang að gæðastjórnunarkerfinu til reglulegra úttekta, eins og segir í verklagsreglum Mannvirkjastofnunar um skoðun þessara gæðastjórnunarkerfa. Þessar úttektir geta leitt til ábendinga eftirlitsaðila um að eitthvað sé áfátt, eitthvað þurfi lagfæringar við innan tiltekis tímafrests eða til kröfu um tafarlausrar lagfæringar.

Skráning í þrepi 2. Er einnig gagn sem má nota ef upp kemur ágreiningur um framkvæmd gæðakerfisins.