2.9 Gæðakerfi verktaka

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir gerð gæðakerfis verktaka
Gæðakerfi
Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum


Margir framkvæmdaraðilar gera nú kröfu um að verktakar þeirra noti gæðakerfi, bæði opinberir og einkaaðilar og er það að verða almenn krafa. Þegar sú krafa er uppi, verður gæðakerfið hluti af verksamningi aðila og er það ástæðan fyrir því að gæðakerfi verktaka er í þessum kafla.
Gæðakerfi annarra aðila er að finna í viðkomandi köflum í BYGG-kerfinu.

Gæðastjórnun felst í að tryggja að vörur og þjónusta uppfylli væntingar og kröfur viðskiptavina sem og aðrar kröfur sem gerðar eru, t.d. í lögum og í reglugerðum. Gæðakerfi þetta, sem er í BYGG-kerfinu, geta notendur þess nýtt sér óbreytt eða með breytingum, í þessum tilgangi og vistað þar og fylgt því eftir.

mynd26


Gæðakerfi þetta eru í þremur þrepum og eru tvö þrepanna notuð í hverju verki.
1. Þrep
Starfsmaður getur verið með almennt gæðakerfi í þessu þrepi. Það gildir almennt fyrir vinnu í verkum hans, með samþykki verkkaupa í viðkomandi verki.

2. Þrep
Geri verkkaupi auknar kröfur um gæði þá er þetta þrep valið. Gerðar eru sömu gæðakröfur í því og í þrepi 1. og að auki sérstakar gæðakröfur verkkaupa, sem hann setur fram. Þetta gæðakerfi gildir eingöngu fyrir það verk sem er tiltekið í gæðakerfinu.

3. Þrep
Þriðja þrepið lýsir reynslu af framkvæmd gæðakerfisins í verkinu. Þetta þrep er ætíð notað, bæði með gæðakerfum í þrepi 1. og í þrepi 2. og er fært af verkkaupa.

Hvort sem gæðakerfi í þrepi 1. eða þrepi 2. eru valin, verða þau hluti af samningi verktaka og verkkaupa í viðkomandi verki.

Gæðahandbókina má útbúa annað hvort í kerfinu sjálfu, eða með því að ná í tillögu í Word, sem vísað er á í BYGG-kerfinu, í kafla gæðakerfisins. Sé Word útgáfan valin þá fylgir skráningarform samkvæmt þrepi 3. sem viðbót við gæðakerfin á meðan unnið er sjálfstætt með þrep 3. í BYGG-kerfinu sjálfu.

Uppbygging gæðakerfisins er þannig að fremst er skráð hverskonar gæðakerfi er um að ræða og þar eru skýringar með kerfinu og leiðbeiningar um notkun þess. Þar á eftir kemur flokkur sem nefndur er flokkur A, og eru þar þættir sem færðir eru beint í gæðakerfinu og ekki annars staðar. Þar má einnig færa inn gögn sem viðbót við hvern þessara þátta.
Þar næst kemur flokkur B sem inniheldur þætti sem eru færðir í BYGG-kerfinu og eru í flokki þessum tilvísanir í þá kafla í BYGG-kerfinu sem innihalda þá þætti. Þetta er gert til að forðast tvífærslur og spara þannig vinnu og gagnavistun og auka öryggi gagnanna, þar sem annars þyrfti að geyma þessi sömu gögn bæði í gæðakerfinu og í BYGG-kerfinu.
Flokkur C. sem er fyrir sérstakar kröfur verkkaupa, ef um þær er að ræða.

Í Word kerfinu er þrepi 3 bætt aftan við gæðakerfin, bæði í þrepi 1 og þrepi 2. á meðan þrep 3. er sjálfstætt þrep í BYGG-kerfinu, en verkkaupi er einn ábyrgur fyrir færslum í þrepi 3. á meðan gæðakerfið er á ábyrgð verktaka, með samþykki verkkaupa, bæði í þrepi 1. og þrepi 2 .

Skráning í þrepi 3. er gagn sem má nota ef upp kemur ágreiningur um framkvæmd á viðkomandi gæðakerfi.

Gögn kaflans eru visturð á svæðinu Gögn, eins og er víðast í köflum BYGG-kerfisins
Undir liðnum Annað eru vistuð önnur gögn en hér eru upp talin og sem varða gæðakerfið á framkvæmdatíma.
Gögn þessi má prenta út hvenær sem er eða senda þau yfir netið, ef viðtakandi er samþykkur því að taka þannig við þeim.