2.8 Verktrygging

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir gerð verktryggingar
Verktrygging, eyðublað
Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra þessum kafla


Hér er að finna form til að nota við gerð verktryggingar. Þetta er oftast hluti af verksamningi milli verkkaupa og verktaka um framkvæmd á þeirra vegum.
Boðið er upp á tvennskonar form, annars vegar form með ritþór þar sem má breyta texta og færa inn texta og tölur og hins vegar wordform þar sem kalla má fram skjalið í wordformi og vinna það þar á sama hátt.
Wordformið gefur meiri möguleika til að forma skjalið, en gerir þá kröfu að wordkerfið sé uppsett á tölvu notanda.
Í leiðbeiningum þessa kafla kemur fram hefðbundin lýsing á fyrirkomulagi verktryggingar við framkvæmdir.

Eyðublaðið fyrir verktryggingu má nota með því að fylla út í þá liði sem þarf til að það passi fyrir það verk sem samningurinn nær til, eða hafa það til hliðsjónar við gerð verktryggingar.
Notandinn getur einnig breytt þessu eyðublaði að vild eða eytt textanum og sett inn sinn eigin texta.

Einnig getur hann sett inn verktryggingu í PDF formi og setur hana þá undir liðinn Gögn.

Verktrygginguna má prenta út hvenær sem er, t.d. í tvíriti til undirritunar af samningsaðilum, ásamt vottum að réttri undirskrift.