2.7 Verksamningar

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir gerð verksamninga
Verksamningur við verktaka, tillaga
Verksamningur við byggingastjóra, tillaga
Verksamningur við eftirlitsaðila, tillaga
Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra liðnum


Hér er að finna form til að nota við gerð verksamninga. Verksamningar þessir eru hugsaðir sem hjálpargögn fyrir þá sem þurfa að láta framkvæma eitthvað, og/eða fyrir þá sem taka að sér byggingarframkvæmdir, byggingastjórn eða eftirlit með byggingarframkvæmdum.
Nota má samningform þessi þannig að samningsaðilar fylla í þær eyður sem eru á samningseyðublöðunum og undirrita síðan samningana, eða að hafa þau til hliðsjónar við gerð eigin verksamninga.

Samningunum þarf að fylgja nánari lýsing á því verki sem samið er um, þar sem fram kemur umfang og útfærsla, svo sem magnskrá, verklýsingar, teikningar, verkáætlun og upplýsingar um gæðakerfi, allt eftir því sem við á svo og önnur gögn sem ákveðið er að skuli vera hluti af viðkomandi verksamningi og nefnd eru í honum. Í undantekningartilvikum nægir að gera grein fyrir verkinu í texta í 1. grein samningsins, og þá helst ef um mjög smá verk er að ræða.

Í 3 grein segir til um verðbætur og eru þær oftast miðaðar við vísitölu byggingakostnaðar.
Þegar verðlag er stöðugt og þegar um smáverk er að ræða sem tekur stuttan tíma, getur verið óþarft að semja um sérstakar verðbætur fyrir verk.

Við minni verk eru 5 og 6 greinin einnig oft taldar óþarfar, þar sem hætta á tjóni vegna vanefnda verktaka er þá einnig lítil.

Fylgiskjöl með samningi verður að telja upp samviskusamlega, þar sem þau eru hluti samningsins.

Notandinn getur breytt þessum staðlaða samningi að vild eða eytt textanum og sett inn sinn eiginn texta. Samninga má setja inn á svæðið Gögn með PDF takka á síðunni, sem er gerður sérstaklega til þess. Einnig getur hann sett hér inn samning í öðrum tölvutækum formum.
Samninga má einnig prenta út, t.d. í tvíriti og undirrita af samningsaðilum, ásamt vottum að réttri undirskrift og vista síðan inn á svæðið Gögn.
Hægt er að fletta upp á þessum gögnum hvenær sem er og prenta þau út. Einnig getur sá sem hefur fullan aðgang að kerfinu eytt þeim.