2.3 Magntölur

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir gerð magntalna
Gögn, form fyrir vistun magntöluskrár og annarra gagna sem tilheyra liðnum


Þegar verk er boðið út fylgir útboðsgögnunum magntöluskrá, sem sýnir alla vakrþætti sem koma fyrir í verkinu og magn hvers þeirra.
Bjóðandi fær magntöluskrána án einingarverða og setur þar inn þau verð sem hann er tilbúinn að vinna verkþáttinn fyrir. Þegar fyrir liggur hvaða einingaverð skulu gilda fyrir verkið, hvort sem það hefur verið boðið út eða ekki, þá eru þau skráð inn í magntöluskrána og þannig verður hún hluti af samningi verkkaupa og verktaka um framkvæmd veksins. Flokkun á verkþáttum skal vera í samræmi við verklýsingar verksins og í verklýsingunum skal koma fram hvernig magntölur eru reiknaðar.
Notandi BYGG-kerfiðsins býr annaðhvort til magntöluskrá sína sjálfur í kafla 1.3 Nákvæmar kostnaðaráætlanir, tilboð eða útboð, eða að hann fær magntöluskrána frá öðrum.

Magntöluskráin er oftast í Excel-formi við útboð, sem er gert til að auðvelda bjóðendum sína vinnu við tilboðsgerðina. Magntöluskráin er vistuð í þessum kafla, 2.3 Magntölur, í BYGG-kerfinu. Bjóðendur afrita skrána inn á eitthvað svæði á tölvunni sinni, sem þeir sjálfir ákveða og vinna þar sitt tilboð. Þeir ganga síðan frá tilboðinu eins og útboðsskilmálar segja til um.

Eftir að gengið hefur verið frá samningi er magntöluskráin geymd sem PDF-skjal á fyrrnefndu svæi, þannig að henni verði ekki breytt eftir að samningurinn hefur verið gerður.

Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í flokknum og hvernig skuli vinna með þau.


Hér á eftir eru nefnd nokkur atriði sem þarf að hafa í huga við ákvörðun á magntölum.

Almennt
Magntölurnar gildi fyrir það verk sem þær fylgja og vísa í. Þær gilda óháð því hver vinnur verkið, með þeim viðbótum og breytingum, sem gerðar kunna að vera á verkinu í samræmi við skilmála verksins.

Magntölur skulu létta bjóðendum tilboðsgerð með því að vera í aðalatriðum í samræmi við hefðbundið og viðurkennt verklag við samskonar eða hliðstæð verk.

Flokkun
Magntölur eru almennt byggðar upp á sömu flokkum og verklýsingar verksins. Sé stuðst við flokkun Byggingarlykils Hannarrs þá er flokkunin eftirfarandi:

0. Almennt
1. Jarðvinna
2. Burðarvirki
3. Lagnir
4. Raforkuvirki
5. Frágangur innanhúss
7. Frágangur utanhúss
8. Frágangur lóðar
Hverjum flokki er síðan skipt niður í kafla og einingar.

Magntölur
Magntölur eru flokkaðar í samræmi við viðkomandi flokka og kafla í verklýsingunni. Skilgreina má magn á eftirfarandi hátt:

Hannað magn:
Magn sem mælt er innan þeirra marka, sem sýnd eru á uppdráttum eða sem hönnunargögn mæla á annan hátt fyrir um. Notað magn: Magn, sem notað er til að fullgera viðkomandi verk.
Óhreyft efni:
Efni áður en það er losað eða því komið fyrir á flutningstæki.
Frágengið efni: Efni eftir að því hefur verið komið fyrir í samræmi við kröfur verklýsingarinnar.

Hvað af þessu magni er grundvöllur magntalna einstakara verkþátta í verkinu, t.d. grundvöllur reikningsgerðar verkþáttarins, skal koma fram í verklýsingu verkþáttarins.

Einingar
Mælieining sú sem notuð er sem grundvöllur reikningsgerðar verkþáttarins, skal koma fram í magntölulið verkþáttarins. Hér getur t.d. verið um að ræða m, m2, m3, stk, kg, heild o.sfrv.

Uppgjör
Greiða skal fyrir einstaka verkliði eins og fram kemur í magntöluskrá. Einingarverð margfölduð með magni, eða föst verð, skulu vera full greiðsla vegna viðkomandi verkliðar

Ef ekki annað er tekið fram í verklýsingu, þá gildir sú regla, að komi í ljós við lok verksins, að magn einhvers liðar sé meira eða minna en það sem magntöluskrá gerði ráð fyrir og annaðhvort verkkaupi eða verktaki hafa gert við það athugasemd, þá skal endurreikna verkliðinn í samræmi við breytt magn. Einingarverð gildi nema annað sé tekið fram í almennum skilmálum eða sérskilmálum.

Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvernig algengast er að flokka liði í magnskrá, hvernig magntölur eru ákveðnar, hvaða einingar skuli nota, hvernig magn er mælt o.s.frv. Magntöluskrána má síðan prenta út að vild.