2.10 Öryggishandbókin

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar um notkun öryggishandbókarinnar
Öryggishandbókin
Eyðublöð
Fundargerðir
Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra öryggismálum, heilbrigði og umhverfi


Hér er að finna tillögu að öryggishandbók og eyðublöð sem henni fylgja. Einnig svæði til að vinna og vista fundrgerðir og vista önnur gögn sem tilheyra öryggis-, heilbrigðismálum og umhverfi.
Í byggingarreglugerð er vísað til regna á um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð.
Lög og reglugerðir á þessu sviði heyra þó aðallega undir Vinnueftirlitið.

Þessar kröfur eru lögbundnar og á ábyrgð framkvæmdaraðila að eftir þeim sé farið. Það er því stöðugt algengara að öryggishandbók, sem taki á þessum þáttum sé hluti af samningi á milli verkkaupa og verktaka og flestir opinberir framkvæmdaraðilar hafa það sem eina af sínum kröfum við slíka samninga.

Í BYGG-kerfinu er boðið er upp á tvennskonar form öryggishandbókar, annars vegar form með ritþór þar sem má breyta og færa inn texta og tölur og hins vegar wordform þar sem kalla má fram skjalið í wordformi og vinna það þar á þann hátt sem wordkerfið býður upp á.
Wordformið gefur meiri möguleika til að forma skjalið, en gerir þá kröfu, að wordkerfið sé uppsett á tölvu notanda.

Öryggishandbókina má nota óbreytta, með því að breyta þeim liðum sem notandi vill breyta til að hún passi fyrir hann og það verk sem samningurinn nær til, eða hafa það til hliðsjónar við gerð öryggishandbókar.

Öryggisbókin er notuð þannig að verkkaupinn gerir kröfu um öryggishandbók í sínum útboðsgögnum.
Ef bjóðandi er með BYGG-kerfið getur hann notað öryggishandbókina sem er í kerfinu og látið hana fylgja tilboði sínu. Reikna má með að verktakar muni koma sér upp staðlaðri öryggishandbók, en að auki þurfa þeir að taka tillit til þess varkstaðar sem þeir vinna á hverju sinni og aðlaga öryggishandbókina að nauðsynlegum öðrum atriðum sem vinnustaðurinn kallar á.

Verkkaupi vistar öryggishandbók þess verktaka sem hann semur við, eftir að hún hefur verið samþykkt, í PDF-formi, undir liðnum Gögn og vista þar einnig önnur gögn sem varða öryggishandbókina á meðan á verki stendur.

Á svæði öryggishandbókarinnar er gert ráð fyrir að fundir sem haldnir eru um öryggis- heilsu- og umhverfismál séu skráðir og fundargerðir vistaðar. Á þessum fundum skal skrá öll frávik sem upp koma á verktíma og ákvarðanir um hvernig skuli með fara. Ef ekki brugððist við og bætt úr frávikum, þá skal líta á slíkt sem brot á samningi og fara með það sem slíkt.

Öryggishandbókina má prenta út hvenær sem er, t.d. í tvíriti til afhendingar verkkaupa.

mynd27