2.1 Útboð

Þessi liður inniheldur:
Staðlaða útboðs- og verkskilmála í kerfninu með innsláttargluggum og ritþór á sumum stöðum
Staðlaða útboðs- og verkskilmála í kerfninu með ritþór
Staðlaða útboðs- og verkskilmála í Wordformi
Gögn, autt form fyrir vistun gagna sem tilheyra liðnum


Hér er að finna staðlaða útboðs- og verkskilmála í þrennskonar formi. Útboðs- og verkskilmálar þessir eru til hagræðingar fyrir notendur BYGG-kerfisins, en þeir geta notað þessi form þegar þeir bjóða út verk. Annarsvegar getur notandinn breytt forminu að vissu marki og fyllt í þá reiti sem til þess eru gerðir, eða breytt öllum liðum í skilmálunum. Einnig getur hann notað Word-formið og breytt þar hverju sem er, út frá þeim möguleikum sem wordkerfið býður upp á.
Þannig setur hann upp útboðs- og verkskilmála fyrir það verk sem um ræðir, hvort sem hann ætlar að bjóða verkið ú,t eða semja um það. Breytingarnar eru oftast litlar, en geta einnig orðið miklar ef notandinn ákveður það.
Þegar endanlegir útboðs- og verkskilmálar liggja fyrir, þá eru þeir vistaðir á svæðinu Gögn í PDF-formi og verður þeim þá ekki breytt eftir það.
Einnig getur notandinn sett hér inn utanaðkomandi útboðs- og verkskilmála í PDF formi og önnur gögn sem tilheyra útboðsliðnum.

Útboðs- og verkskilmálana má prenta út að vild. Einnig má opna kerfið fyrir bjóðendum og hafa útboðs- og verkskilmálana þar aðgengilega í PDF-formi og er mælt með því að kerfið sé notað þannig.