3.9 Reikningar

Þessi liður inniheldur:
Yfirlit, svæði til að vista reikninga verktaka
Gögn, form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra liðnum


Reikninga skal gera reglulega á meðan á framkvæmdum stendur, nema aðilar komi sér saman um annað og oftast eru þeir gerðir á tveggja vikna fresti. Reikningi skal fylgja uppgjörsblað þar sem fram kemur hvað verið er að reikningsfæra í það skiptið, hvað hafi verið reikningsfært áður af hverjum verklið og hvað er búið að reikningsfæra alls af verkliðnum. Verkkaupi, eftirlitsmaður hans eða annar sem aðilar hafa komið sér saman um, fer yfir reikninga og samþykkir þá eða gerir athugasemdir ef hann telur ástæðu til. Athugasemdir skulu ekki tefja greiðslu á því sem ekki er gerð athugasemd við.
Hér er eyðublað, form, til að nota við geymslu á afritum af samþykktum reikningum á meðan á framkvæmdum stendur. Reikningar þessir eru annarsvegar fyrir samningsverkið og byggja þá á þeim tölum sem fram koma á uppgjörsformum verksins og hins vegar á reikningum sem gerðir eru fyrir aukaverk og breytingar á verkinu frá því sem fram kemur í verksamningi.

Gögn má afrita og líma inn (copy og paste) á þessi svæði, færa inn sem texta eða myndir og er þá notuð skipunin, Insert og Image from file. Einnig má færa inn reikninga og önnur skjöl sem PDF-skjöl og er þá notaður PDF takkinn.

Heppilegast er að geyma reikninga með því að merkja þá með útgáfudagsetningu þeirra.
Reikninga má síðan prenta út að vild.