3.8 Verkuppgjör

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir verkuppgjör
Verkuppgjör, kerfi í kerfinu
Verkuppgjör í Excelformi ásamt sýnishorni af verkuppgjöri
Gögn, autt form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum


Í verksamningum er tekið fram hvernig greiðslum fyrir verkið skuli hagað. Oftast er þar gert ráð fyrir jöfnum verkhraða og jöfnum greiðslum, yfir verktímann. Algengt er að reikningar séu gerðir aðra hverja viku og þá gerð grein fyrir þeim verkliðum sem verið er að reikningsfæra hverju sinni og hversu stórum hluta þeirra.
Með hverjum reikningi fylgir þá uppgjörsblað sem sýnir alla liði samningsiins, hvað verið er að reikningsfæra í það skiptið af þeim, hvað búið er að reikningsfæra áður og hvað búið er að reikningsfæra alls af hverjum lið og af verkinu í heild.
Mælt er með að sundurliða uppgjör verka á sama hátt og gert er í þeirri magnská sem gildir fyrir viðkomandi verk og nota sömu höfuðliði, kafla og verkliði, bæði númer og texta. Sú sundurliðun gerir mönnum kleyft að fylgjast nákvæmlega með stöðu hvers verkþáttar á hverjum tíma.

Hér er um er að ræða eitt af undirkerfunum í BYGG-kerfinu og býður það m.a. upp á að taka verk inn í kerfið með einni skipun, úr excelskrám og færast þá inn allir liðir þess og kaflar í einu lagi.
Fremst (efst) í uppgjörskerfinu er yfirlit sem nær sjálfkrafa í upplýsingar úr sundurliðunarhluta kerfisins. Við uppgjör er fært inn magn þeirra verkliða sem á að reikningsfæra í það skiptið og reiknar kerfið þá út upphæð hvers liðar í krónum og upphæð reikningsins í heild og að auki hvað er búið að reikningsfæra af hverjum verklið og hvað er eftir að reikningsfæra.
Næsta uppgjör tekur síðan við af því síðasta á undan og flyst staða verksins sjálfkrafa yfir á það uppgjör og þannig koll af kolli þar til búið er að reikningsfæra alla liði verksins.

mynd32


AUKAVERK OG MAGNBREYTINGAR:
Ef upp koma aukaverk skal haka við það á uppgjörinu og færa síðan inn aukaverkið í kaflann Aukaverk og magnbreytingar, sem er aftast í listanum, á sama hátt og gert er með verkliði annarra kafla.
Mælt er með að flokka einnig magnbreytingar sem aukaverk. Aukaverkum er þá haldið út af fyrir sig þannig að þau trufli ekki uppgjör á samningsverkinu sjálfu, sjá lið A hér á eftir. Hægt er einnig að láta magnbreytingar koma fram sem plús eða mínustölu í uppgjöri einstakrar liða, sjá lið B hér á eftir.

A. Að láta alla liði samnings enda í núlli
Magntala allra liða eru í þessu tilviki færð í uppgjörum þannig að eftirstöðvar hvers þeirra enda að lokum í núlli. Það þýðir að ef magn verður minna þá er samningsmagnið fært í viðkomandi lið í heild og liðurinn síðan afritaður yfir í kaflann Aukaverk og magnbreytingar og er magn þar fært sem mínus sem mismuninum nemur. Sama er gert ef magn verður meira, en þá með öfugum formerkjum. Ef liður er felldur niður þá er samningsmagnið fært í viðkomandi lið í heild og liðurinn síðan afritaður yfir í kaflann Aukaverk og magnbreytingar og er sama magn fært þar inn sem mínustala. Nýr liður sem kæmi hugsanlega í stað þess sem felldur var niður færist undir kaflann Aukaverk og magntölur. Þessi aðferð sýnir allar breytingar sem verða á verkinu frá samningi, í kaflanum Aukaverk og magntölur og heildarbreytingu verksins frá samningi.

B. Að láta liði samnings enda í núlli, plús eða mínus.
Með því að færa allar magntölur einstakra liða í viðkomandi liði, eins og þær koma fyrir við framkvæmd verksins, magnaukninu og margnminnkun, þá endar dálkurinn Eftirstöðvar, ekki á núlli heldur á plús eða mínustölu, ef magn hefur breyst frá samningi. Liðurinn Aukaverk og magntölur inniheldur þá eingöngu aukaverk, en ekki magnbreytingar.

Til að auðvelda vinnuna við reikningsfærslu á magnbreytingum á einstökum liðum, má t.d. gera það með því að velja liðinn og velja síðan hnappinn „Afrita í magnbreytingar“ og flyst þá afrit af liðnum þangað í heild og er magninu þar breytt þannig að hann endurspegli magnbreytinguna.

VÍSITALAN:
Vísitala uppgjörsins er færð inn, ef það á við og reiknast þá sjálfkrafa vísitala þess reiknings sem gerður er hverju sinni og kemur síðan fram á seinni uppgjörum sem áður reiknaðir liðir og upphæðir, á sama hátt og Aukaverkin.

ATHUGASEMDIR VIÐ UPPGJÖR.
Ef fram koma verkliðir sem gerð hefur verið athugasemdi við þá skal fresta færslu þeirra á uppgjörsformið, þar til komin er niðurstaða í það sem gerð var athugasemd við. Þessar athugasemdir geta verið frá eftirlitsmanni, en einnig frá byggingarstjóra.

ÁFANGASKIPTI VERKUPPGJÖRS
Verkuppgjöri má skipta í áfanga og færa sjálfstæð uppgjör fyrir hvern áfanga. Verkuppgjör fær í byrjun sjálfkrafa valið “1. áfangi” og ef verkinu er skipt í fleiri áfanga þá er valin skipunin “Stofna áfanga” og þá bætist við nýtt uppgjör sem fær heitið Áfangi 2 og svo koll af kolli.

VERKUPPGJÖR Í EXCEL
Í þessum kafla BYGG-kerfisins er einnig verkuppgjörsform í Excel sem notendur geta notað, ásamt sýnishorni af verkuppgjöri í því formi.
Uppgjörið er síðan unnið á eftirfarandi hátt miðað við það uppgjörskerfi í Excel sem er í BYGG- Kerfinu nú:


Verkuppgjör í Excel – leiðbeiningar

Uppsett form
Búið er að setja upp tíu uppgjörsform þ.e. notandinn getur gert tíu uppgjör í kerfinu eins og það er uppsett nú. Ef uppgjörin verða feiri þá er hægt að fjölga uppgjörsformunum (Sheet-svæðunum) og það eina sem þarf að gæta að við nýju uppgjörsformin er að þau nái í upplýsingar um það sem búið er að reikningsfæra áður í uppgjörið næast á undan (magn og upphæð). Þetta er gert í með því að breyta formúlum í dálkunum undir yfirskriftinni „Reiknað áður“ (Hafa númer verkuppgjörs sem sótt er í rétt). Aðrar formúlur færast með þegar formið er afritað og stofnað nýtt uppgjör (Sheet) og reikna áfram rétt.

Verkuppgjör 1
Þetta er upphafsformið fyrir verkuppgjörin og á þetta form eru færðar inn grunnupplýsingar um verkið. Í alla reiti sem eru ljósbrúnir skal færa upplýsingar, texta eða tölur eftir því sem við á, en ekki í neina aðra reiti. Ein undantekning er á þessu, þ.e. að í ljósbrúnu reitina í dálkinum „Reiknað nú“ er fært inn það magn sem á að reikningsfæra á fyrsta reikningi og ekkert annað.
Ef notanda verður á að færa eitthvað í reit sem ekki á að færa neitt í, þá er oftast hægt að ná í afrit úr sambærilegum reitum til að leiðrétta villuna. Hægt er líka að eyða skránni og byrja upp á nýtt.

Það fyrsta sem notandinn mun reka sig á er að liðirnir í hverjum kafla eru of margir eða og fáir sem er oftar. Þetta er vegna þess að ekki er vitað hversu margir liðir eru í verkinu, enda mjög mismargir liðir í verkum.
Til að fækka liðum er viðkomandi lið einfaldlega eytt.
Til að fjölga liðum er tekið afrit af línu eða línum í sama kafla og þeim bætt inn (Insert Copied cells). Þannig tekur liðurinn með sér þá uppsetningu sem á að nota og síðan er settar inn þær upplýsingar sem við á (í ljósbrúnu reitina).

Sambærilega fækkun eða fjölgun liða þarf að gera á öllum síðari uppgjörum, en þar þarf ekkert að gera annað.

Fyrir utan þetta er fært á Verkuppgjör 1, nafn verksins og upplýsingar um verkkaupa og verktaka. Þessar upplýsingar færast sjálfkrafa á milli uppjöra og þarf því ekki að færa þær á önnur uppgjörsblöð. Liðirnir, dagsetning og vísitala þessa uppgjörs, eru einnig færðir inn hér, en þá þarf að færa inn á hvert uppgjör.

Verkuppgjör 2, 3, 4 og svo frv.
Þetta eru framhaldsform verkuppgjörsins og á þetta form er eingöngu færð dagsetning viðkomandi uppgjörs, vísitala þessa uppgjörs, ef vísitala er notuð við uppgjörið og undir liðinn „Reiknað nú“ er fært inn það magn sem á að reikningsfæra í það skiptið. Ekkert annað skal færa inn á þessi uppgjörsform.

Þessar færslur skila útfylltu og útreiknuðu uppgjörsblaði sem lagt er fyrir verkkaupa til samþykktar og er það síðan fylgiskjal með þeim reikningi sem verktakinn gerir í það skiptið. Þetta gildir einnig um Verkuppgjör 1.

Hvert uppgjör sýnir hvað fyrirhugað er reikningsfæra í það skiptið í dákinum, „Reiknað nú“ og í dálkinum „Reiknað áður“ má sjá hvað var áður búið að reikningsfæra af viðkomandi lið. Í dákinum „Reiknað frá upphafi“, má síðan sjá hvað búið er að reikningsfæra alls af viðkomandi verklið eftir að reikningur er gerður samkvæmt þessu uppgjöri.
Þannig færast þessar upplýsingar, uppfærðar, frá uppgjöri til uppgjörs þar til verki er lokið og á þá að standa sama upphæð í reitnum „Reiknað frá upphafi“ og stendur í sambærilegum reit í dálkinum „Samningur“.

Yfirlit
Efsti hluti uppgjörsformsins á öllum uppgjörunum er Yfirlit og sækir það sjálfkrafa upplýsingar í neðri hluta formsins sem er Sundurliðun. Á yfirlitinu koma fram heildarupphæðir hvers kafla í verkinu.

Sundurliðun
Búið er að setja upp kaflaskipti á sundurliðunarhluta uppgjörsformsins og setja inn línur fyrir þrjá liði í hvejum kafla. Í hverja línu er færður einn verkliður úr samningi aðila. Fremst í línu er fært númer verkliðar, þá nafn, eining, magn og einingarverð.
Eins og sagt er hér á undan er bætt við línum ef þær eru of fáar fyrir verkliðina, með því að taka afrit af einhverri línu í kaflanum og vista hana inn (insert copyed cells) í viðbót við þær sem fyrir eru. Þetta er gert eins oft og þörf er á, eða þar til allir verkliðir eru skráðir undir réttan kafla.
Þegar búið er að setja inn alla verkliði verksins á þennan hátt, má lesa á yfirlitinu heildarupphæðir samningsins í reitnum sem merktur er „Samningur“.

Hvað má reikningsfæra hverju sinni er háð samþykki verkkaupa og skal hann því samþykkja hvert uppgjör áður en reikningur er gerður.

Öll samþykkt verkuppgjör skal vista í PDF-formi á svæðinu Verkuppgjör í BYGG-kerfinu.
Verkuppgjörin má prenta út að vild.