3.6 Dagbók eftirlitsmanns

Þessi liður inniheldur:
Dagbók eftirlitsmanns, form til að nota við dagbókarfærslu og vista
Gögn, form til að vista dagbókina í PDF formi og til vistunar annarra gagna sem tilheyra liðnum


Þetta er eyðublað fyrir eftirlitsmann að nota til að halda dagbók yfir verkið eftir því sem hann telur þörf á. Í dagbókina skráir hann eigin og annarra fyrirspurnir, svör og ábendingar og viðbrögð við þeim, auk verkefna dagsins, mannafla eftir starfsgreinum, tæki, veðurfar og annað sem þýðingu hefur fyrir verkið.

Fletta má upp á dagbókarfærslum skoða þær, breyta og prenta út þegar hentar. Dagbókarfærslunni er gefið nafn og dagsetning þess dags sem færslan á við. Færslur geymast í dagsetningarröð og þær nýjustu efst. Dagbókarkerfið safnar sjálfkrafa upplýsingum um skráða heildartíma sem notaðir hafa verið í verkinu frá fyrstu og fram að síðustu færslu og sýnir þá flokkaða eftir starfsheitum þeim sem fram koma í dagbókinni. Þessu er flett upp á með því að velja “Yfirlit”.