3.4 Myndir

Þessi liður inniheldur:
Ljósmyndir
Myndbönd


Hér er form til að geyma ljósmyndir og hreyfimyndir sem teknar eru af framkvæmdinni á framkvæmdatímanum. Myndir segja meira en mörg orð, er sagt, og er ástæða til að geyma sem mest af myndum á framkvæmdatímanum, þær má síðan flokka og geyma úrval af þeim að því loknu, ef notandanum finnst ástæða til þess. Myndirnar má t.d. geyma undir sömu dagsetningu og þeirri sem er þegar þær eru teknar.
Myndirnar má afrita og líma inn sem JPEG myndir, með skipuninni Insert og Image from file. Einnig er hægt að setja þær inn sem PDF skjöl og þá með notkun PDF takkans.

Myndirnar má síðan prenta út að vild.