3.13 Handbækur

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar vegna handbóka
Form fyrir handbók hússins
Form fyrir rekstrarhandbækur
Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra liðnum


Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í flokknum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í byggingarreglugerð um atriði sem snerta málefni undirflokks þessa sérstaklega.
Í byggingarreglugerð í gr. nr. 3.9.3. segir m.a. áur en lokaúttekt mannvirkis fer fram ber byggingarstjóra að afhenda eiganda og útgefanda byggingarleyfis til vörslu handbók mannvirkisins. Handbókin skal afhent í rafrænu formi, svo og öll gögn sem henni kunna að fylgja. Nánar er gerð grein fyrir innihaldi handbókarinnar í leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar. Við mjög einföld verk er heimilt að sleppa gerð handbókarinnar.

BYGG-kerfið býr til handbók hússins sjálfkrafa eftir því sem upplýsingar verða til í kerfinu. Hana er hægt að prenta yfir í PDF form og senda eigada og Mannvirkjastofnun við verklok.

Rekstrarhandbækur geta verið af ýmsum gerðum, allt eftir þörfum og óskum eiganda og hönnuða. Þær má vista í kerfinu undir liðnum Rekstrarhandbækur. Tllaga að handbók fyrir lagnakerfi er aðgengilegt á þessu svæði í Word-formi, sem notendur geta nýtt sér sem fyrirmynd að slíkri handbók.

Gögn þessi má síðan prenta út að vild

mynd33