3.12 Yfirlýsingar við lokaúttekt

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir yfirlýsingar lokaúttektar
Svæði til að vista staðfestingu Mannvirkjastofnunar á verklokum rafkerfis
Yfirlýsing um lokaúttekt á brunaviðvörunarkerfi, eyðublað
Yfirlýsing um lokaúttekt á vatnsúðakerfi, eyðublað
Yfirlýsing um lokaúttekt á uppsetningu á lyftu, eyðublað
Yfirlýsing um lokaúttekt á hitakerfi, eyðublað
Yfirlýsing um lokaúttekt á loftræstikerfi, eyðublað
Yfirlýsing um lokaúttekt á gaslögnum, eyðublað
Yfirlýsing um lokaúttekt á þrýstilögnum, eyðublað
Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra liðnum


Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í flokknum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð um atriði sem snerta málefni undirflokks þessa sérstaklega.
Í byggingarreglugerð eru fyrirmæli um að byggingarstjóri leggi fram undirritaðar yfirlýsingar um verklok framangreindra verkþátta eftir því sem við á.

Á þessu svæði eru einnig eyðublöð til að nota við að útbúa framangreindar yfirlýsingar og þar skal geyma afrit af þeim.

Eyðublöðin eru sett upp í samræmi við lög nr. 160/2010, Mannvirkjalög og reglugerðir þeim fylgjandi.
Eyðublöðin eru fyllt út, prentuð og undirrituð og lögð fyrir byggingarfulltrúa.

Gögn þessi má síðan prenta út að vild.