Aðstoð/Hjálp

Með því að hafa leiðbeiningar  fyrir BYGG-kerfið, ásamt því að hafa víða leiðbeiningar inni í kerfinu sjálfu, er leitast við að auðvelda notendum að nota kerfið án þess að þurfa til þess aðstoð. Ekki verður þó litið fram hjá því að kerfið er viðamikið og nær til margra þátta, enda heildarkerfi fyrir þá sem standa í byggingarframkvæmdum og því að mörgu að hyggja. Hannarr mun því svara spurningum um kerfið og vera til aðstoðar við notkun þess eftir föngum. Hægt er að senda fyrirspurnir og ábendingar á póstfangið: hannarr@hannarr.com, eða hringja í síma 533 3900

Einnig er í vinstri valmyndinni svæði sem nefnist MYNDBÖND, en þar er að finna video-myndbönd af völdum þáttum kerfisins, sem sýna notkun þeirra. Þetta er kennsla á flóknari þætti í kerfinu og eru myndbönd þessi uppfærð þegar breytingar verða á kerfinu, t.d. vegna þróunar þess, sem er stöðugt í gangi.