Notkunarleiðbeiningar

Uppbygging

BYGG-kerfið er flokkað í þrjá aðalflokka og í því eru að auki nokkrar hjálparaðgerðir. Aðalflokkarnir eru:

Undirbúningur
Samningar
Framkvæmdir

Í valmyndinni hér til vinstri má sjá leiðbeiningar fyrir hvern lið

Þessi nöfn endurspegla þau verkefni sem tilheyra hverjum flokki. Stýra má aðgangi að þessum flokkum þannig að sumir hafi fullan aðgang að flokknum á meðan aðrir geti eingöngu skoðað þar gögn og er það notandi kerfisins sem stjórnar því.
BYGG-kerfið leiðir notandann í gegnum framkvæmdarferlið, skref fyrir skref og lætur hann vita hvað hann eigi að gera á þeim stað í kerfinu þar sem hann er staddur hverju sinni. Leiðbeiningar fylgja mjög víða sem segja notandanum hvað hann þarf að hafa í huga á hverjum stað og hvernig lög og reglugerðir fjalla um viðkomandi verkþátt. Þetta hvorutveggja hjálpar notandanum að tileinka sér gildandi mannvirkjalög og byggingareglugerð.

Í BYGG-kerfinu eru unnin þau gögn sem þarf að vinna á meðan á framkvæmdum stendur, svo sem kostnaðarútreikninga, tilboð, útboðsgögn, áætlanir og uppgjör svo eitthvað sé nefnt. Þar má færa inn gögn af ýmsum toga, svo fremi þau séu tölvutæk og getur notandinn þannig unnið með og vistað gögn úr BYGG-kerfinu sjálfu og jafnframt notað gögn úr öðrum kerfum vilji hann vinna þannig.

Í BYGG-kerfinu eru ýmis eyðublöð sem nota þarf á meðan á framkvæmdum stendur, svo sem fyrir skráningu á hönnunarstjóra, byggingastjóra og á iðnmeisturum og eyðublöð til að nota ef þarf að skipta út einhverjum af þessum aðilum á verktíma. Einnig staður til að vista teikningar, eyðublöð fyrir úttektir og yfirlýsingar um verklok hinna ýmsu þátta sem byggingarstjóri þarf að standa skil á samkvæmt mannvirkjalögum 160/2010, ofl. Einnig getur notandi náð sér í önnur eyðublöð, sem finna má á netinu og vistað þau í BYGG-kerfinu, eða skannað þar inn eyðublöð.

 

mynd1

 


Innihald
Fyrir utan hjálparsíður kerfisins er BYGG-kerfinu skipt í eftirfarandi þrjá aðalflokka, eins og áður er sagt, sem þjóna hver sínu hlutverki, þ.e. Undirbúningur, Samningar og Framkvæmdir.
Í undirbúningsflokknum er unnið með og vistuð þau gögn sem verða til áður en endanleg ákvörðun er tekin um framkvæmdina og einnig gögn sem snerta hönnun hennar. Hér er sett inn lýsing á því hvað fyrirhugað er að framkvæma, unnar kostnaðaráætlanir fyrir framkvæmdina og unnin sú hönnunarvinna sem henni fylgir. Hér er svæði fyrir framkvæmdaraðilann til að skrá sína dagbók og skrá og halda utan um fundargerðir og önnur gögn sem verða til á undirbúningstímanum. Hér er haldið utan um gunnupplýsingar verksins sem birtast sjálfkrafa í gögnum á öðrum stöðum í verkinu og sem handbók hússsins sækir upplýsingar úr, en byggingastjóra er skylt að afhenda eiganda og byggingaryfirvöldum handbók þessa í verklok.
Í þessum flokki er að finna hjálpargögn fyrir hönnuði og hönnunarstjóra og svæði fyrir þá til að halda utan um sín gögn svo sem teikningar á hönnunarstigi, færa dagbók og fundargerðir. Hér er að finna gátlista fyrir þessa aðila og hér eru geymd þau gögn sem verða til í undirbúningsferlinu.

Í samningsflokknum er að finna stöðluð form sem notendur geta nýtt sér, með aðlögun að eigin verki, svo sem fyrir útboðs- og verkskilmála, verkáætlun, verksamninga við verktaka, byggingatjóra og eftirlitsaðila, form fyrir verktryggingar og form fyrir gæðakerfi verktaka og öryggishandbók verksins. Í þessum flokki er að finna verklýsingar og magntöluskrár, en hvorutveggja er flutt með einni skipun frá þeim stað í kerfinu þar sem þessi gögn verða til. Teikningar, vottanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini eru einnig vistuð á í þessum flokki og annað sem þarf áður en framkvæmdin fer af stað.
Vinna í þessum flokki endar venjulega með samningi milli eiganda framkvæmdarinnar og þess verktaka sem tekur að sér að byggja húsið og er mikilvægt að hér vandi menn sig.

Í framkvæmdaflokknum er haldið er utan um alla vinnu og öll gögn sem snerta framkvæmdirnar eftir að þær hefjast og þangað til þeim er að fullu lokið. Hér er svæði fyrir byggingarstjórann og iðnmeistarana, þar sem er að finna hjálpartæki fyrir þá til að vinna með sín gögn, skrá þau og vista. Hér eru vistaðar teikningar sem verða til eða er breytt á framkvæmdatímanum, vistaðar myndir af framkvæmdunum, skráðar og vistaðar fundargerðir, dagbók eftirlitsmanns og verktaka og unnin verkuppgjör og þau vistuð. Hér eru úttektir skráðar og geymdar og yfirlýsingar sem þeim fylgja og hér er handbók hússins og rekstrarhandbækur geymdar.

Sem dæmi um hjálparsíður má nefna notkunarleiðbeiningar BYGG-kerfisins, síðu yfir gagnlega tengla, vísun í ÍST 30 staðalinn, en einnar tölvu aðgangur að honum fyrlgir kerfinu. Mikilvægasta hjálparsíðan er þó stillingarsíðan, en þar setur notandinn inn lógóið sitt og stillir og stjórnar aðgangi þeirra sem hann vill að hafi aðgang að verkum sínum í kerfinu, en þar getur verið um að ræða bæði verkefnastjóra og undirnotendur.


AF HVERJU BYGG-KERFIÐ?

Heildarkerfi.

BYGG-kerfið nær til nánast allra þátta framkvæmda. Í kerfinu eru leiðbeiningar fyrir hvað þurfi að gera í hverjum verkþætti og hverju þarf að muna eftir, þar eru eyðublöð til að fylla út við mismunandi umsóknir og tilkynningar og þar eru form og heilu undirkerfin til að nota við mismunandi verkefni. Notandinn þarf ekki á möppum að halda eða öðrum hliðargögnum, frekar en hann vill og ef nýr aðili tekur við starfinu þá fær hann öll gögn uppfærð, rétt og aðgengileg.

Auðvelt í notkun.

Með kerfinu fylgja nákvæmar leiðbeiningar fyrir notendur, eins og áður er sagt, þær nýtast til að útfæra hlutina rétt og á réttum tíma og til að koma í veg fyrir að eitthvað gleymist sem þarf að muna eftir. Leiðbeiningar þessar eru annars vegar heildarleiðbeiningar, þar sem farið er yfir uppsetningu og notkun kerfisins, lið fyrir lið og hins vegar styttri leiðbeiningar, sem eru víða í köflum kerfisins og á einstökum síðum, þar sem það er talið gagnast notendum og auðvelda þeim vinnu sína. Notendur hafa einnig í BYGG-kerfinu aðgang að flestum þeim eyðublöðum sem þeir þurfa á að halda við vinnu.

Alltaf rétt.

BYGG-kerfið verður í stöðugri þróun og sér Hannarr um að gerðar séu þær breytingar á kerfinu, sem þarf að gera, svo sem vegna breytinga á lögum og reglugerðum, vegna þróunar á hugbúnaði og vegna óska notenda kerfisins. BYGG-kerfið á því að vera rétt á hverjum tíma, án þess að notendur þurfa að kaupa uppfærslu þegar slíkar breytingar verða. Breytingar eru settar inn í kerfið án þess að beðið sé um þær eða greitt sérstaklega fyrir þær og verða þar strax aðgengilegar fyrir notendur kerfisins.

Alltaf hægt að fletta upp á stöðu framkvæmda.

Á öllum tímum og hvar sem menn eru staddir geta menn flett upp á stöðu verksins, hvort sem er á hönnunarstigi, í útboðsferli eða á framkvæmdatíma.
Byggingarstjórinn getur þannig t.d. flett upp á einhverju í tölvunni, á sinni stofu, um leið og verktakinn skoðar sama atriði í sinni tölvu á vinnustaðnum. Þeir þyrftu annars að mæla sér mót til að fara yfir málin.

Nýjustu gögnin eru ætíð á sínum stað í kerfinu, hægt t.d. að skoða nýjustu teikningar, hvað verksamningur segir um ákveðið málefni, hvernig síðustu fundargerðir hljóðuðu, hvaða ákvarðanir voru teknar um ákveðið mál og hvaða athugasemdir voru gerðar, hversu mikið er búið af verkinu og hvað er eftir o.s.frv.

Inniheldur ýmsa áhugaverðar nýjungar.

BYGG-kerfið inniheldur ýmsa þætti sem venjulega eru unnir hver fyrir sig í mismunandi kerfum eða með mismunandi aðferðum.
Í kerfinu er t.d nokkur öflug tölvukerfi, eða kerfi í kerfinu eins og við köllum þau, sem vinna bæði sjálfstætt og saman. Sem dæmi um kerfi í kerfinu má nefna, staðlaðar kostnaðaráætlanir fyrir mismunandi gerðir af byggingum, nú af alls 21 gerð, nákvæmar kostnaðaráætlanir, útboðs- og verkskilmála, verkáætlanir og verkuppgjör. Dæmi um hvernig þessi kerfi vinna saman er að kostnaðaráætlun/tilboð sem unnin er í kaflanum Nákvæmar kostnaðaráætlanir má færa með einfaldri skipun yfir í Verklýsingakaflann og Magntölukaflann í Samningsflokknum. Einnig að verksamningurinn er fluttur á sama hátt yfir í Verkuppgjörskaflann til áframhaldandi vinnslu. Allt þetta sparar mikla vinnu og eykur öryggi notandans.
Í kerfinu eru staðlaða uppsetningar gagna af ýmsu tagi, svo sem fyrir útboðslýsingu, mismunandi gæðakerfi, öryggishandbækur, handbók lagnakerfa og handbók hússins.
Að auki eru í BYGG-kerfinu form og eyðublöð til nota fyrir eiganda, hönnuði, hönnunarstjóra, byggingarstjóra, iðnmeistara og verktaka hvers verks.

Öryggi upplýsinga.

BYGG-kerfið er vistað hjá vefmiðlara Hannarrs ehf., svo og öll gögn sem verða til við vinnu notenda í kerfinu. Upplýsingar notendanna verða ekki aðgengilegar hjá öðrum en þeim sem hann sjálfur ákveður og breytingar á gögnum verða ekki gerðar af öðrum en þeim sem notandinn ákveður að megi gera slíkar breytingar og þá hverjar og hvar í kerfinu.
Öll uppfærsla gagna verður þannig á ábyrgð notandans.

Þó að svo óheppilega myndi vilja til að tölva notanda bilaði eða harði diskurinn hryndi, þá týnast engin gögn, þau eru á sínum stað hjá vefmiðlara Hannarrs, jafn rétt og jafn aðgengileg og áður.

Ávinningur notenda.

Verðmæti BYGG-kerfisins fyrir notendur koma fram m.a. í þeim punktum sem hér hafa verið nefndir. Þau má e.t.v. draga saman í eftirfarandi atriði:

1. Að auðvelda notendanum að taka réttar ákvarðanir, með áreiðanlegri kostnaðaráætlun.
2. Að auðvelda þeim að tileinka sér ný lög og nýja byggingarreglugerð.
3. Að forðast mistök vegna kunnáttuleysis, skorts á skipulagi og vegna rangra gagna.
4. Að spara notendum endurvinnu í verkinu og kostnað og leiðindi sem slíku fylgir, með því að hafa kerfið rétt á hverjum tíma.
5. Að spara notendum vinnu vegna góðra leiðbeininga í BYGG-kerfinu.
6. Að spara notendum vinnu við snúninga og öflun gagna og eyðublaða sem þeir hafa í kerfinu.
7. Að spara notendum vinnu vegna þess að þeir gleyma ekki einhverju sem átti að muna eftir.
8. Að spara notendum vinnu með því að hafa stöðu verksins ætíð og allstaðar aðgengilega.
9. Að spara notendunum kaup á öðrum tölvukerfum.
10. Að spara notendunum kaup á utanaðkomandi vinnu.
11. Að forða notandanum frá tjóni sem hann gæti orðið fyrir vegna endurvinnslu á gögnum sem hafa glatast. Þau eru öll og alltaf á sínum stað í BYGG-kerfinu.

Þegar notandi er búinn að spara sér sem svarar 1-2 klukkustundar vinnu þá er hann búninn að spara fyrir notandagjaldi BYGG-kerfisins þann mánuðinn. Hversu mikill sparnaðurinn er á sama tíma af framangreindum ástæðum er auðvitað mismunandi eftir verkum, en víst er að hann er margfaldur.


HVERJIR NOTA KERFIÐ?

Húsbyggjandinn
Notar BYGG-kerfið til að átta sig á kostnaði við framkvæmdina og til að bjóða út verkið. Hann notar það til að læra á það hvað hann þurfi að gera á hverju stigi framkvæmdarinnar og til að halda utan um framkvæmdina frá hugmynd til lokaúttektar. Hann notar kerfið til að fylgjast með að þeir sem vinna fyrir hann við framkvæmdina geri það eins og samningar segja til um, lög og reglugerðir. Til að auðvelda honum þetta eru uppsettar leiðbeiningar í kerfinu á þeim stöðum þar sem hann er staddur hverju sinni, form, eyðublöð og forskriftir.

Ráðgjafinn
Notar BYGG-kerfið við þá vinnu sem hann hefur tekið að sér við framkvæmdirnar, hvort sem það er hönnunarstjórnin, kostnaðaráætlanir, útboð, samningagerð eða annað. Hann hefur aðgang að hjálpartækjunum sem eru í kerfinu, teikningum, eyðublöðum, formum o.þ.h. og hann vistar þar þau gögn sem varða hans þátt í verkinu.

Byggingastjórinn
Notar BYGG-kerfið við þá vinnu sem tilheyrir starfi hans, en hann skal gæta réttmætra hagsmuna eiganda gagnvart byggingaryfirvöldum, hönnuðum, iðnmeisturum og öðrum sem að mannvirkjagerðinni koma, eins og segir í mannvirkjalögunum. Hann hefur aðgang að hjálpartækjum kerfisins svo sem gæðakerfi byggingarstjóra, verkáætlunum, verksamningum, samningsteikningum, breyttum teikningum, eyðublöðum, formum o.þ.h. og hann vistar sín gögn sem varða verkið í BYGG-kerfinu.

Verktakinn
Notar BYGG-kerfið við þá vinnu sem tilheyrir starfi hans. Gögn þau sem hann vinnur með eru í framkvæmdakafla kerfisins, en hann hefur einnig aðgang til skoðunar að gögnum í samningskaflanum, en á þeim gögnum byggir hann sína vinnu. Hann hefur aðgang að samningsteikningum, breyttum teikningum, verkskilmálum, verklýsingum, magntölum, samningum, eyðublöðum, formum o.þ.h. og hann vistar sín gögn sem varða verkið í BYGG-kerfinu. Einnig eru í kerfinu gæðakerfi verktaka, öryggishandbækur og annað sem hann þarf á að halda við sína vinnu og sem á heima í svona kerfi.