Íbúðaverð í Reykjavík er nú að meðaltali um 195 þús kr./m2. Þessi kostnaður er um 60% hærri en Hannarr reiknar sem meðalkostnað slíkra húsa ef lóðarverð er í samræmi við eldri reglur, þ.e. um 5000 kr/m2. Frá þessum mismun þarf byggingavektakinn að draga umframverð lóðar sem nú er orðinn algengur, áður en hann reiknar sinn hagnað. Einnig er um nokkurn aukakostnað að ræða nú sem stendur vegna þenslu á markaðnum.

Sérbýli er á svipuðu verði á m2 og fjölbýli, en þar er kostnaður meiri á hvern m2 og hagnaður verktakans sem því nemur minni, eða um 30% reiknað á sama hátt.

Fyrir ári voru þessar sömu tölur þannig að á fjölbýlishúsinu hagnaðist verktakinn 20% en á sérbýlinu tapaði hann 20%.