Undanfarin ár hefur land verið að hækka í verði og hefur þessi hækkun verið að koma inn í lóðaverð eftir mismunandi leiðum og í mismiklum mæli. Þeir sem fylgst hafa með þessum málum hafa bæði séð útboð á lóðum og beina hækkun á gatnagerðagjöldum, mismunandi eftir bæjarfélögum og jafnvel tímum.
Fram að þessu hefur Hannarr miðað gatnagerðagjöld í gögnum sínum við taxta Reykjavíkurborgar, sem hefur verið að dragast meir og meir aftur úr raunverulegu verði eftir því sem tíminn hefur liðið.
Reykjavíkurborg hefur enda sjálf ekki notað þessa taxta eingöngu nema í undantekningartilvikum.
Þann 1 júlí s.l. tók Hannarr upp í viðmiðun sína það verð sem Reykjavíkurborg notaði við síðustu úthlutun, og nær það til alls íbúðarhúsnæðis, bæði í sérbýli og fjölbýli.
Þett hefur umtalsverðar breytingar í för með sér á verði þessara húsa og sem dæmi má nefna að 200 m2 einbýlishús hækkaði, bara vegna þessa liðar um ca. 20%. Fjölbýlishús hækkuðu heldur meira en þetta og minni eignir hækka meira en stærri, vegna þess að hér er um fast gjald að ræða, óháð stærð eignarinnar.
Þetta verð mun verða til endurskoðunar eins og önnur verð í gögnum Hannars