Eftir gagnrýni á ýmsar greinar nýrrar byggingarreglugerðar hefur nú verið ákveðið að framlengja bráðabirgðarákvæði hennar fram til 15. apríl nk. Þetta er að okkar mati ánægjuleg niðurstaða og von okkar að tíminn verði nægur til að fara betur yfir þau atriði sem gagnrýnd hafa verið og rýna þann kostnaðarauka sem reglugerðinni mun fylgja.