9. september 2018 er kosið til þings í Svíþjóð. Spurt hefur verið vegna kosninganna, um stefnu þeirra átta stjórnmálaflokka sem eru í framboði til þings, um áherslur þeirra í húsnæðismálum.
Allir stjórnmálaflokkarnir voru sammála um að húsnæðisskortur væri í Svíþjóð, eins og hér á landi. Íbúafjöldinn í Svíþjóð vex um u.þ.b. milljón manns á 10 árum og þarf því fullbúnum íbúðum að fjölga um að minnsta kosti 65-70.000 árlega til ársins 2025, líklega meira.
Á Íslandi hefur fjölgun íbúa verið 10,1% á síðustu 10 árum sem er svipuð hlutfallslega og í Svíþjóð. Samsvarandi fjölgun íbúða á Íslandi væri 2.210 til 2.380 íbúðir árlega. Bent skal á að þetta passar fullkomlega við þá þörf sem Hannarr ehf hefur kynnt undanfarin ár.
Hver eigi að eiga og hvernig eigi að greiða fyrir öll ný heimili er hins vegar ágreiningur um hjá flokkunum í Svíþjóð og hversu mikið eigandi íbúðar eigi að fá að skuldsetja sig (veðhlutfall). Hér koma afskriftarkröfurnar inn á myndina, sem er einnig ágreiningur um milli flokkanna.
Sagt er að hluta af húsnæðisskortinum megi leysa með auknum hreyfanleika, þ.e. að aldraðir losi sig við sín hús sem aðrir sem þurfa geti þá keypt. Til þess að aldraðir vilji selja sín stóru hús og fara í búsetuúrræði fyrir aldraða (sem vantar í Svíþjóð eins og á Íslandi), er nauðsynlegt að viðkomandi hafi efni á því. Skattkerfið hefur hins vegar áhrif á það, þ.e. reglur um skattlagningu á hagnað við sölu húsnæðis dregur úr möguleikanum á því.
Ungt fólk á almennt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn í Svíþjóð eins og hér og hafa stjórnmálaflokkarnir sænsku mismunandi tillögur um það hvernig eigi að hjálpa ungu fólki að kaupa sitt fyrsta heimili.
Önnur atriði sem húsnæðisstefna fjallar um er framboð iðnaðarmanna og kostnaður vegna þeirra og byggingarefnis. Einnig hvernig litið er á samkeppni á byggingarmarkaði erlendis frá í Svíþjóð ?
Til að draga fram afstöðu stjónmálaflokkanna sænsku á málefninu, þá voru þeir beðnir um að upplýsa um skoðanir sínar og tillögur varðandi eftirfarandi atriði:
- Húsnæðisskortinn
- Hvernig eigi að auðvelda þeim sem það vilja að byggja sér hús
- Auka lóðaframboðið
- Að örva til bygginga fleiri íbúða
- Minnka kröfur byggingarlaga og reglugerða
- Vaxtabætur
- Ofl.
Það má lesa ýmsar áhugaverðar upplýsingar úr svörunum um stöðu húsnæðismála Svía og hugmyndir flokkanna um hvað skuli gera í málaflokknum til næstu ára. Margt af því sem fram kom höfum við séð í umræðunni hér á landi undanfarið, en við glímum hér við húsnæðisskort eins og þeir.
Séu þrjú atriðin nefnd sem flestir flokkarnir nefndu þörfina á að laga voru þau:
- Einfalda skipulags og byggingarreglugerðir (nefnt ca. 15 sinnum)
- Endurskoða fjármögnun á bygginga íbúðarhúsa, húsnæðisstyrki og húsnæðissparnað (nefnt ca. 7 sinnum)
- Draga úr vaxtafrádrætti vegna íbúðarhúsa og lækka skatta á móti (nefnt ca. 7 sinnum)
Um þessi atriði virðist vera ágæt samstaða hjá flokkunum og ætli megi ekki gera ráð fyrir að á þeim verði tekið á næstunni. Hér á eftir er samantekt á öllum þeim atriðum sem flokkarnir nefndu og getur verið fróðlegt að fara yfir þau. Þarna gætu leynst gullkorn sem við gætum nýtt okkur, eða hvað ?
Helstu svörin voru eftirfarandi í mjög styttu máli og flokkuð í þrjá flokka:
Það sem oftast var nefnt er fyrst í hverjum flokki.
Skipulag, lög og reglugerðir
- Að einfalda og skipulags- og byggingarreglugerðir, svo sem um hljóðkröfur, kröfur um aðgengi, landvernd, hönnun og fyrirkomulag umsagna um byggingar. IIIII IIIII IIIII
- Að einfalda og hraða skipulagsferlinu. III
- Að samræma byggingarreglugerðir á norðurlöndunum. II
- Auka fjölda týpuviðurkenndra húsa til að draga úr fjölda úttekta. II
- Koma á einni yfirstjórn á byggingarmálefnum á landsvísu, sem tryggi hæfilegt framboð lóða og framboði mismunandi húsnæðis á hverjum tíma.
- Auka möguleikann á að leigja út hluta íbúðarhúsnæðis án kröfu um byggingarleyfi vegna breytinga þess vegna.
- Með því að stuðla að samkeppni á byggingarmarkaðnum frá öðrum löndum.
Fjárhagslegar aðgerðir
- Endurskoða fjármögnun bygginga svo sem húsnæðisstyrki, byggingarsparnað, húsnæðislán, dreifbýlisstyrki styrki við ódýrt húsnæði og leigumálefni. IIIII II
- Draga úr vaxtafrádrætti vegna húsnæðis og endurskoða skatta samtímis til lækkunar, þannig að lækkunin gangi til heimilanna á annan hátt. IIIII II
- Auka stuðning við sjálfbært og ódýrt húsnæði. IIII
- Auka hreyfanleika á markaðnum með lækkun skatta við flutning og frestun á greiðslum þeirra (af söluhagnaði). III
- Taka upp stuðning við sveitafélög vegna viðhalds og endurnýjunar húsa.
- Með því að stuðla að auknu framboði staðlaðra og fjöldaframleiddra húsa.
- Bæta lánamöguleika smærri byggingarfélaga til að auka samkeppni á byggingarmarkaði.
- Stofna byggingarfélag í eigu ríkisins til bygginga á ódýrum íbúðum.
- Auka stuðning við byggingu fyrir aldraða.
- Auka stuðning við byggingu fyrir nema.
- Með lánaábyrgðum að norskri fyrirmynd.
- Auðvelda útleigu á húsnæði með hækkun á skattfrjálsri útleigu.
Aðgerðir sveitafélaga
- Sveitafélög birti og hafi upplýsingar stöðugt aðgengilegar á vefnum um lóðaframboð og áætlað framtíðar lóðaframboð. III
- Auk framboð lóða með betra skipulagi á landnotkun svo sem með þéttingu byggðar við hærri hús og koma í veg fyrir að landi sé haldið óbyggðu þar sem þörf er á því til húsbygginga.