Búið er að bregðast við ábendingum Mannvirkjastofnunar
Nú er búið að bregðast við athugasemdum eftirlitsaðila Mannvirkjastofnunar með gæðakerfunum í þeim tillögum að gæðakerfum sem eru í BYGG-kerfinu. Þetta eru gæðakerfin sem hönnuðir, hönnunarstjórar, byggingarstjórar og iðnmeistarar eiga að vera búnir að fá samþykki Mannvirkjastofnunar fyrir um næsu áramót. BYGG-kerfið á að auðvelda mönnum þetta þannig að menn geti notað þessar tillögur, bætt við sínum persónulegu upplýsingum og fylgt síðan gæðakerfunum eftir á þann hátt sem mannvirkjalögin segja til um. Ekki er þó lokið uppfærslu gæðakerfa iðnmeistara. Skoðaðu hér lýsingu af gæðakerfunum.