Mannvirkjastofnun hefur gefið út drög að leiðbeiningum fyrir gæðakerfi þau sem stofnuninni ber að viðurkenna, samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Gæðahandbækur BYGG-kerfisins hafa af þessu tilefni verið uppfærðar, enda markmiðið að öll gögn kerfisins uppfylli ætíð þessi lög og þessa reglugerð og kröfur Mannvirkjastofnunar. Þannig nýtist BYGG-kerfið best notendum þess.
Gæðahandbækur BYGG-kerfisins eru nú fimm, gæðahandbók hönnuða, gæðahandbók hönnunarstjóra, gæðahandbók verktaka, gæðahandbók byggingastjóra og gæðahandbók iðnmeistara.