Fasteignakerfi fyrir eigendur húsa og húsfélög er nú aðgengileg á netinu og er á slóðinni fasteignakerfid.is. Einnig má fara inn á kerfið frá heimasíðu Hannarrs og er þá klikkað á merkið Fasteignakerfið, neðst á skjánum.
Ávinningurinn af Fasteignakerfinu er að þar er að finna á einum stað allar upplýsingar um viðkomandi fasteign sem menn á annað borð vilja halda utan um og að sá sem notar Fasteignakerfið þarf ekki annað hjálpartæki við sinn rekstur. Ávinningur af því að nota Fasteignakerfið felst einnig í því hversu auðvelt er fyrir notandann að nota kerfið þar sem í því eru víða styttri leiðbeiningar fyrir notandann og kerfinu fylgja einnig ítarlegar leiðbeiningar. Notandinn gleymir engu ef hann notar kerfið og í því eru gagnlegar leiðbeiningar og forskriftir að gögnum.