Með nýrri byggingarreglugerð er lagður árlegur eins miljarðs króna skattur á íbúðarbyggjendur. Þetta er gert með auknum kröfum um einangrun húsa.
Beinn kostnaður húsbyggjanda sem byggir 200 m2 hús á einni hæð er um ein miljón króna vegna aukinnar einangrunar og til að hafa áfram sama innra rými í húsinu, þarf hann að stækka húsið um ca. 3 m2. Það kostar hann aðra miljón.

 

Raunvextir af tveimur miljónum króna eru um 82 þúsund krónur á ári. Sparnaður húsbyggjandans í upphitun er á bilinu 12-17 þúsund krónur á ári, eða innan við 20% af þessum vaxtakostanði.

 

Hér er því ekki bara um að ræða eins miljarðs króna skatt á húsbyggjemdur, heldur mun upphæðin vaxa ár frá ári vegna þess að sparnaður í upphitun stendur ekki einu sinni undir vaxtakostnaðinum.

 

Hver reiknaði og komst að þeirri niðurstöðu að við skyldum auka þessa einangrun ?