Nýlega kynnti Mannvirkjastofnun drög að nýrri byggingarreglugerð sem stefnt er að taki gildi 1. október nk. Reglugerð þessi er samin vegna laga um mannvirki nr. 160/2010, en þau tóku gildi 1. janúar sl.

 

Það fyrsta sem lesandinn tekur væntanlega eftir er hversu mikil að vöxtum reglugerð þessi verður, en drögin eru alls 158 síður prentaðar á A4 blöð. Margt er þarna kunnuglegt en einnig margt nýtt svo sem hlutverk hönnunarstjóra, breyttar reglur varðandi byggingarstjóra og krafa um innra eftirlit og síðar gæðastjórnunarkerfi þessara aðila, svo og hönnuða og iðnmeistara, sem leggja ber fyrir Mannvirkjastofnun til samþykktar fyrir hvert verk. Ákvæði um úttektir breytast og verða ítarlegri og byggingarstjóri skal, samkvæmt reglugerðinni, afhenda eiganda svo og útgefanda byggingarleyfisins handbók mannvirkisins í rafrænu formi, áður en lokaúttekt fer fram.
Allt byggir þetta á fyrrnefndum lögum.

 

Ekki verður farið nánar í skýringar á þessum drögum hér, en brýnt er að þeir sem koma að framkvæmdum kynni sér þessi drög.